Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


27.05.2014 - Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar í Laugarborg

Kvennakór Akureyrar býður alla velkomna á vortónleika í Laugarborg. 

Þá er komið að árlegum vortónleikum Kvennakórs Akureyrar. Að þessu sinni eins og stundum áður eru þeir haldnir í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Á efnisskránni eru ýmis lög sem æfð voru í vetur við undirbúning fyrir nýafstaðið landsmót íslenskra kvennakóra en auk þeirra eru lög af annarri efnisskrá kórsins. 

Kvennakór Akureyrar þakkar kærlega öllum þeim sem styrktu kórinn á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd landsmótsins og í tilefni af því er aðgangur á tónleikana ókeypis og kaffiveitingar eri í boði á eftir. 

Tónleikarnir eru kl. 15:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí og stjórnandi og undirleikari er Daníel Þorsteinsson.

« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook