Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


22.09.2014 - Kvennakór Garđabćjar í ćfingabúđum

Helgina 5.-7. september síðast liðinn hélt Kvennakór Garðabæjar í æfingabúðir og var förinni heitið í Hlíðardalssetur, stutt frá Hveragerði. Ingibjörg Guðjónsdóttir kórstjóri var að venju vel undirbúin og fékk kórinn ýmis krefjandi verkefni að glíma við.
Þetta starfsár, sem er 15 ára afmælisár kórsins, verður mjög spennandi og munum kórinn flytja tónlist af margvíslegum toga við hin ýmsu tækifæri á árinu. Er þá bæði um að ræða efni sem kórinn hefur flutt áður, sem og ný verk.

Söngur og samvera
Tilgangur æfingabúða er augljóslega að lesa nótur og æfa söng, en félagslegi þátturinn er ekki síður mikilvægur, því samheldni og samvinna er gríðarlega stór þáttur í kórastarfi. Sá þáttur hefur alltaf skipað stóran sess hjá Kvennakór Garðabæjar og leggja allar kórkonur sig fram um að hlúa að starfinu og eiga saman góðar stundir við söng og samveru.
Við mætum því glaðar og endurnærðar til starfa eftir vel heppnaðar æfingabúðir og hlökkum til að syngja fyrir ykkur á komandi starfsári.

Haustvaka
Þann 16. október næst komandi mun Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar fara fram í Kirkjuhvoli. Þetta er hefðbundinn dagskrárliður hjá kórnum og munum við fá góða gesti til okkar eins og endranær. Dagskráin verður auglýst frekar þegar nær dregur.

Framundan hjá Kvennakór Garðabæjar
• 10. október: Söngur fyrir Rotary
• 16. október: Haustvaka
• Nóvember: Þátttaka í styrktartónleikum í Langholtskirkju
• Desember: Aðventutónleikar
• Desember: Jólasöngur hér og þar

Kvennakór Garðabæjar er á facebook
Hægt er að fylgjast með starfssemi kórsins á facebook síðu Kvennakórs Garðabæjar:
https://www.facebook.com/kvennakorgb

Allar frekari upplýsingar um Kvennakór Garðabæjar veitir fjölmiðlafulltrúi kórsins
Ólafía Einarsdóttir, gsm: 895 8388 og netfang: kvennakorgb@gmail.com


« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook