Gígjan landssamband íslenskra kvennakóra var stofnað 5. apríl 2003. Markmið með stofnun sambandsins er
að efla starfsemi og samstarf kvennakóra. Einnig að efla samskipti við kvennakóra erlendis og safna og
 miðla upplýsingum um starfsemi og sögu íslenskra kvennakóra.

Vegna breyttra aðstæðna leitar Kvennakórinn Ljósbrá að nýjum stjórnanda.
Kórinn heldur upp á þrítugs afmæli sitt á næsta ári og hefur verið með fjölbreytt efni allt frá rokki til íslenskra ættjarðarsöngva og hikar ekki við að takast á við nýjar áskoranir. Í kórnum eru um það bil 40 hressar konur á öllum aldri.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira hafðu þá samband við Olgu í síma 892 5357 eða
Margréti Hörpu í síma 868 2543. 
Lesa meira
Það eru miklar breytingar framundan í starfi Vox feminae því Margrét Pálmadóttir, sem stjórnað hefur kórnum frá upphafi, hefur ákveðið að einbeita sér að því kröftuga starfi sem hún stendur fyrir í Söngskólanum Domus Vox og afhenda stjórn Vox feminae í hendur nýs stjórnanda. Því leitum við nú að metnaðarfullum og kröftugum stjórnanda til að leiða kórinn í nýjum og spennandi verkefnum.
Lesa meira

Kórar Íslands 2018

Stöð 2 og Sagafilm leita að kórum til að koma fram í annarri þáttaröð Kóra Íslands sem sýnd verður í beinni útsendingu á Stöð 2 í haust. Útsendingarnar fara fram í Reykjavík og 16 kórar munu syngja til sigurs um titilinn Kór Íslands. Ef kórinn þinn telur fleiri en 8 meðlimi og allir orðnir 16 ára er ekki eftir neinu að bíða. Kórarnir flytja lögin við undirleik að eigin vali sem miðast við eitt hljóðfæri eða án undirleiks (acapella).

Við leitum að kórum hvaðanæva af landinu og af öllum stærðum og gerðum. Þetta er frábært tækifæri fyrir kóra til að vekja á sér athygli og efla starfið og ferðasjóðinn!

Lesa meira

Í kórnum eru um 50 hressar konur. Í honum þrífst metnaðarfullt og skemmtilegt söngstarf og er stefnt að því að þannig verði það áfram.

Umsókn um starfið ásamt ferilskrá skal senda á netfangið kvennakorkopavogs@gmail.com, fyrir 20. maí 2018. Reynsla af kórstjórn er nauðsynleg.

Upplýsingar um kórinn er að finna á Facebook síðu kórsins ( https://www.facebook.com/Kvennakor-Kopavogs-187481172374/ ) en einnig má kalla eftir upplýsingum á ofangreindu netfangi og hjá formanni kórsins, Sigríði Tryggvadóttur, í síma 8467915.

Lesa meira