Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


16.10.2014 - Ađalfundur Gígjunnar laugardaginn 18. október 2014

Aðalfundur Gígjunnar verður haldinn laugardaginn 18. október kl. 14:00 - 16:00  í Söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116, 105 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar.
  3. Umræða um skýrslu og reikninga.
  4. Tillögur og lagabreytingar.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Kosning formanns.
  7. Kosning stjórnar og varamanna.
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  9. Önnur mál.  

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður kynning frá Kvennakór Ísafjarðar vegna landsmóts íslenskra kvennakóra 2017 en það verður haldið á Ísafirði. Að því loknu verður heiðursviðurkenning Gígjunnar afhent.

Í lok fundar verður Sigríður Hulda Jónsdóttir með stutt en áhugavert námskeið undir yfirskriftinni "Efling gleðinnar" en það byggir á rannsóknum innan jákvæðrar sálfræði og tengingu við hugræna atferlismótun. Daglegar hugsanir okkar og venjur stýra miklu um viðhorf okkar og hvernig okkur tekst að takast á við verkefni daglegs lífs. Farið er yfir þá grunnþætti sem efla jákvæðni og vellíðan og gera okkur kleift að takast á við áskoranir og njóta daglegs lífs.

Sigríður Hulda hefur víðtæka reynslu og menntun. Hún hefur skipulagt og stjórnað ótal námskeiðum og ráðstefnum hér á landi og erlendis og flutt fjölmörg erindi. 

Aðildarkórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn. Við viljum vekja athygli á að hver kór getur sent eins marga fulltrúa og hann vill á fundinn. Tveir fulltrúar hvers aðildarkórs hafa atkvæðisrétt á aðalfundi skv. lögum Gígjunnar. 

« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook