Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


15.10.2014 - Fréttir frá Freyjukórnum

Freyjukórinn í Borgarfirði æfir í Logalandi í Reykholtsdal í vetur á miðvikudögum frá kl. 18:00 – 20:15 og hófust æfingar 17. september s.l. Miðvikudaginn 8. október var Kristjana Stefánsdóttir með raddþjálfun. Haustfundur og langur laugardagur var 11. október.

Miðvikudaginn 29. október kl. 20:00 heldur kórinn tónleika til styrktar bleiku slaufunni í Borgarneskirkju. 

Laugardaginn 29. nóvember heldur kórinn aðventutónleika með Gissuri Páli Gissurarsyni kl. 17:00 í Borgarneskirkju og kl. 20:30 í Reykholtskirkju.

Eftir áramótin er stefnt á sameiginlega tónleika með karlakórnum Söngbræðrum. Í mars er gert ráð fyrir að kórinn standi í fjórða sinn fyrir helgi Syngjandi kvenna á Vesturlandi með Kristjönu Stefánsdóttur og starfsárinu mun ljúka með tónleikum tileinkuðum 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna.

« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook