Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


11.02.2017 - Menningarkvöld Kvennakórs Garđabćjar 16. febrúar

Þorravaka 2017
Menningarkvöld Kvennakórs Garðabæjar, sem að þessu sinni ber yfirskriftina Þorravaka, verður haldið fimmtudaginn 16. febrúar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju og hefst kl. 20. Þar stíga á stokk listamenn úr Garðabæ, auk Kvennakórsins, og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum. 


Bæjarlistamaður Garðabæjar
Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og bæjarlistamaður Garðabæjar mun kynna sig og verk sín en umsvif og hróður Andreu hafa vaxið hratt samhliða eftirspurn eftir hönnun hennar og fatnaði. 

Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar stíga á svið og leika af fingrum fram fallega tónlist. 

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson slær án efa á létta strengi í máli sínu enda lífskúnstner og skáldmæltur sagnamaður með meiru. 

Kvennakór Garðabæjar syngur bæði í upphafi og í lok dagskrárinnar. 

Þetta er í sextánda árið í röð sem Kvennakór Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að menningarkvöldi í Garðabæ. Kórkonum og stjórnandanum, Ingibjörgu Guðjónsdóttur, er það sérstakt ánægjuefni að geta lagt sitt af mörkum til að auka á fjölbreytni í menningarlífi bæjarbúa með þessum hætti. 

Aðgangseyrir er 1500 kr. og innifalið eru léttar veitingar að hætti kórkvenna.

Kvennakór Garðabæjar á Facebook
https://www.facebook.com/kvennakorgb


« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook