Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


30.08.2017 - Kvennakórinn Heklurnar

Nýtt starfsár er að byrja hjá okkur í Heklunum. 
Æfingar hefjast þriðjudaginn 5. september í sal Varmárskóla, Mosfellbæ klukkan 19.30. Framundan er skemmtilegur og spennandi vetur undir stjórn Dagnýjar Jónsdóttur. Dagný hefur stjórnað Kvennakór Suðurnesja í meira en áratug en er nýtekin við sem stjórnandi Heklanna. 
Kórinn verður 15 ára á næsta ári og af því tilefni er stefnt að því að ferðast út fyrir landsteinana.
Áhugasamar konur eru velkomnar í kórinn.
Endilega hafið samband hér á vefsíðunni eða sendið póst á netfangið heklurnar@gmail.com
Opin æfing verður 19. september sem verður augýst nánar síðar.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Guðlaugu Ásgeirsdóttur formanni kórsins S: 8463761

« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook