Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


18.10.2017 - Ađalfundur Gígjunnar 2017 - fundarbođ

Hér með er boðað til aðalfundar Gígjunnar 2017.

Laugardaginn 21. október kl. 14 verður aðalfundur Gígjunnar haldinn í Söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116, Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

 Skýrsla stjórnar.

  1. Reikningar
  2. Umræða um skýrslu og reikninga.
  3. Tillögur og lagabreytingar.
  4. Ákvörðun árgjalds.
  5. Kosning formanns.
  6. Kosning stjórnar og varamanna.
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  8. Önnur mál.

 

Lagabreytingar og aðrar tillögur frá aðildakórunum skulu berast stjórn eigi síðan en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Aðildakórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn. Við viljum vekja athygli á að hver kór getur sent eins marga fulltrúa og hann vill á fundinn. Tveir fulltrúar hvers aðildarkórs hafa atkvæðisrétt á aðalfund skv. lögum Gígjunnar.

Stefnumótun Gígjunnar er í höndum aðildarfélaga, aðalfundar og þeirra aðila sem kosnir eru til stjórnunar- og nefndarstarfa, því er mjög mikilvægt að allir kórar sendi fulltrúa sína. Aðildarkórar eru einnig hvattir til að koma með tillögur að lagabreytingum. Breytingartillögur þurfa að berast eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn þannig að hægt sé að kynna þær fyrir öðrum kórum með tölvupósti. Vinsamlegast sendið allar tillögur eða hugmyndir að lagabreytingum á netfangið  gigjan2003@gmail.comfyrir laugardaginn 7.október.

 

Hlökkum til að sjá sem flestar.

Með bestu kveðjum frá stjórn Gígjunnar:

Bryndís, Kvennakór Hornafjarðar
Kolbrún, Kvennakór Reykjavíkur
Guðlaug, Heklunum
Una Þórey, Kvennakór Akureyrar
Petra, Kyrjunum

« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook