Gígjan landssamband íslenskra kvennakóra var stofnað 5. apríl 2003. Markmið með stofnun sambandsins er
að efla starfsemi og samstarf kvennakóra. Einnig að efla samskipti við kvennakóra erlendis og safna og
 miðla upplýsingum um starfsemi og sögu íslenskra kvennakóra.

Laugardaginn 7. apríl verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þar sem 3 kvennakórar koma saman og syngja.

Kvennakórinn Sóldís stendur fyrir þessum viðburði og bauð 4 kvennakórum af Norðurlandi þátttöku, en 2 þeirra komust ekki á þessum tíma.

Ef vel tekst til er ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði og munu kórarnir skiptast á að vera gestgjafar.

Kórarnir sem koma fram eru Kvennakórinn Sóldís, Kvennakórinn Embla og Kvennakór Akureyrar og hefjast tónleikarnir kl. 16:00.

Lesa meira

Kvennakór Akureyrar og Kammerkórinn Ísold ásamt hljómsveit halda jólatónleika sína fimmtudaginn 14. desember.

Kórarnir flytja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá jólalaga og stjórnandi beggja kóranna er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Miðaverð er kr. 3000,- en ókeypis fyrir börn undir 14 ára.   

Einungis er tekið við peningum, því enginn posi er á staðnum.

Lesa meira

Kvennakór Akureyrar hóf starfsemina á þessu hausti þann 10. September. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og hefur hún stjórnað kórnum frá því í mars 2017. Æfingar eru á sunnudögum og kórfélagar eru um .65 talsins.

Aðalfundur kórsins var haldinn 17. September og var stjórnin sem starfaði á síðasta starfsári endurkjörin. Þórunn Jónsdóttir er formaður, Halla Sigurðardóttir varaformaður, Anna B. Sigurðardóttir gjaldkeri, Valdís Þorsteinsdóttir ritari og Margrét Ragúels meðstjórnandi.

Lesa meira


Á aðalfundi Gígjunnar þann 21.október sl var kjörin ný stjórn Gígjunnar.

Stjórn Gígunnar árið 2017-2018 skiptir þannig með sér verkum:

Formaður: Kolbrún Halldórsdóttir, Kvennakór Reykjavíkur
Varaformaður: Hólmfríður Anna Aðalsteinsdóttir, Kvennakórinn Heklurnar
Ritari: Una Þórey Sigurðardóttir, Kvennakór Akureyrar
Gjaldkeri: Astrid Sörensen, Kvennakór Reykjavíkur
Meðstjórnandi: Valgerður Hanna Úlfarsdóttir Kvennakór Hornafjarðar

Varakonur í stjórn:
Aðalheiður Gunnarsdóttir Kvennakór Suðurnesja og Rósa Kristín Benediktsdóttir Kvennakór Reykjavíkur.

Nýkjörin stjórn færir Bryndísi Bjarnarson fráfarandi formanni, Guðlaugu Ásgeirsdóttur fráfarandi gjaldkera og Petru Jónsdóttur fráfarandi meðstjórnanda kærar þakkir fyrir vel unnin störf.
Fundargerð aðalfundar má finna hér.

Lesa meira