Gígjan landssamband íslenskra kvennakóra var stofnað 5. apríl 2003. Markmið með stofnun sambandsins er
að efla starfsemi og samstarf kvennakóra. Einnig að efla samskipti við kvennakóra erlendis og safna og
 miðla upplýsingum um starfsemi og sögu íslenskra kvennakóra.

Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00.

Yfirskrift tónleikanna, Mandarínujól, er tilvísun í lagið Myrkur og Mandarínur en bæði lag og texti er eftir þær Sigríði Eir og Völu í Hljómsveitinni Evu. Lagið var sérstaklega útsett fyrir Kvennakór Hafnarfjarðar af Vilberg Viggóssyni og mun kórinn frumflytja lagið á þessum tónleikum í kvennakórsútsetningu.

Á efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt tónlist í anda jólahátíðarinnar. Auk sígildra jólalaga sem flestum eru löngu kunn mun kórinn flytja klassísk hátíðarverk en einnig tónlist sem stendur nær okkur í tíma.

Einsöngvari á jólatónleikunum er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga, Guðrún Gunnarsdóttir. Antonía Hevesi leikur á píanó, Jón Rafnsson á bassa og flautuleikari er Guðrún Herdís Arnarsdóttir. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir.

Miðaverð er 3.000 kr. og fer miðasala fram við innganginn. Einnig má senda tölvupóst á kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com. Ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Að venju verður tónleikagestum boðið að þiggja létta hressingu í tónleikahléi.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á jólatónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar og hlökkum til að eiga með ykkur hátíðlega stund á aðventunni.

Lesa meira
Kórkonur í Kvennakór Garðabæjar eru sannarlega komnar í jólaskap! Í ár verða tvennir tónleikar þar sem uppselt hefur verið sl. tvö ár og færri komust að en vildu. Fyrri tónleikanir verða mánudagskvöldið 2. desember og þeir seinni þriðjudagskvöldið 3. desember og hefjast kl. 20 í hinni hljómfögru Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Efnisskrá aðventutónleika okkar er ætíð fjölbreytt þar sem hátíðleiki og léttleiki mætast í jólalögum frá öllum heimshornum. Sérstakir gestir eru hljóðfæraleikararnir Elísabet Waage, hörpuleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari.
Hin margrómaða samverustund eftir tónleika verður á sínum stað í hliðarsal kirkjunnar þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og kruðerí.
Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum og á netfanginu kvennakorgb@gmail.com. Forsöluverð er 3000 kr. en miðaverð við innganginn 3800 kr.
Lesa meira

Þá er komið að því, skvísurnar í Kvennakór Kópavogs ætla að syngja inn jólastemninguna þann 7. desember.
Þetta verða fyrstu tónleikar kórsins með nýjum kórstjóra, Margréti Eir, og ætlar hún einnig að taka nokkur lög fyrir okkur.
Tónleikarnir verða haldnir í Hjallakirkju í Kópavogi og byrja klukkan 17.00.

Með okkur verður líka geggjuð hljómsveit:
Daði Birgisson á píanó
Gunnar Hrafnsson á bassa
Einar Valur Scheving á trommum.

Forsala er hafin hjá kórkonum á 3.800kr en einnig verður hægt að kaupa miða við dyrnar á 4.500kr.
Verð fyrir öryrkja er 2.500kr og fá eldriborgar og börn á aldrinum 12-18 ára miðann á 1.500kr.
Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.


Ef þið hafi áhuga á að fylgjast með kórnum bendum við á like síðuna okkar og instagram síðuna okkar @kvennakorkopavogs
Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Lesa meira

Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika þann 7. des. í Langholtskirkju, kl.14.00 og kl.16.30.

Að venju býður Léttsveitin upp á fjölbreytta dagskrá, létt og vel þekkt jólalög í bland við hátíðlegri.
Gestasöngvari okkar að þessu sinni verður Helgi Björns.
Stjórnandi er sem fyrr Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Tómasar Guðna Eggertssonar undirleikara Léttsveitarinnar.

Miðaverðið er kr. 3.900 og fer miðasala fram hjá kórkonum en einnig má gjarnan hafa samband í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com.
Við hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir í jólaskapi í Langholtskirkju þann 7. desember.

Lesa meira