Gígjan landssamband íslenskra kvennakóra var stofnað 5. apríl 2003. Markmið með stofnun sambandsins er
að efla starfsemi og samstarf kvennakóra. Einnig að efla samskipti við kvennakóra erlendis og safna og
 miðla upplýsingum um starfsemi og sögu íslenskra kvennakóra.

Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika þann 7. des. í Langholtskirkju, kl.14.00 og kl.16.30.

Að venju býður Léttsveitin upp á fjölbreytta dagskrá, létt og vel þekkt jólalög í bland við hátíðlegri.
Gestasöngvari okkar að þessu sinni verður Helgi Björns.
Stjórnandi er sem fyrr Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Tómasar Guðna Eggertssonar undirleikara Léttsveitarinnar.

Miðaverðið er kr. 3.900 og fer miðasala fram hjá kórkonum en einnig má gjarnan hafa samband í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com.
Við hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir í jólaskapi í Langholtskirkju þann 7. desember.

Lesa meira

Kvenna megin

Málþing um söng og samhljóm kvenna - haldið í tilefni af 25 ára afmæli Vox Feminae


Málþing um söng og samhljóm kvenna - haldið í tilefni af 25 ára afmæli Vox feminae í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, 9. nóvember 2019
Aðgangur er ókeypis.

DAGSKRÁ:

15:00 Söngur - Vox feminae - Stjórnandi: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
15:05 Setning málþings - Heiðrún Dóra Eyvindardóttir formaður Vox feminae
15:10 Nostalgían og núið - Ásdís Björnsdóttir félagi í Vox feminae til 25 ára ásamt félögum úr kórnum.
15:30 Hljóð handan heima - Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri og skólastjóri Söngskólans Domus Vox. Kolbrún Völkudóttir leikkona flytur á táknmáli
15:40 Söngur - Stúlknakór Reykjavíkur. Stjórnendur: Margrét J. Pálmadóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir
HLÉ
16:00 Söngur - Múltíkúltíkórinn – Stjórnandi: Margrét Pálsdóttir
16:05 Söngur kvenna - Frá Grottasöng til Máríukvæða. Ásdís Egilsdóttir prófessor emerita
16:40 Söngur - Vox feminae - Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
16:45 ÞKBAVDAST? – Valgerður Guðrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskrar tónverkamiðstöðvar
17:00 Söngur - Vox feminae - Stjórnandi: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
17:05 Málþingi slitið - Heiðrún Dóra Eyvindardóttir formaður Vox feminae
Lesa meira
Aðalfundur Gígjunnar verður haldinn fimmtudaginn 31.október 2019 kl 20 í Vonarsalnum, Efstaleiti 7 103 Reykjavík.
Í byrjun október voru send formleg fundarboð á formenn, kórstjóra og netföng aðildakóra ásamt þeim lagabreytingartillögum sem stjórn Gígjunnar mun leggja fyrir á fundinum. Dagskrá fundarins er lögbundin dagská aðalfundar.
Aðildakórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn og vonumst við til þess að sjá fulltrúa frá öllum kórum sambandsins. Við viljum vekja athygli á að hver kór getur sent eins marga fulltrúa og hann vill á fundinn. Tveir fulltrúar hvers aðildarkórs hafa atkvæðisrétt á aðalfund skv. lögum Gígjunnar.
Við í stjórn Gígjunnar hlökkum til að sjá sem flestar
Lesa meira

Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika sína í Akureyrarkikrju á
mæðradag, 12. maí 2019 kl. 14:00. Kvennakórinn syngur tónlist úr ýmsum
áttum, þar á meðal lög sem verða flutt á kóramóti í Verona í lok júní.

Kvennakór Háskóla Íslands verður sérstakur gestur á tónleikunum og
syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur.

Kvennakór Akureyrar býður tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í
safnaðarheimilinu að tónleikum loknum. Miðaverð er kr. 4000,- en ókeypis
er fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi.

Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og undirleikari er Helena
Gudlaug Bjarnadottir.

Akureyrarstofa er styrktaraðili tónleikanna.

Lesa meira