Árið 2005 í Hafnarfirði

6. landsmót Íslenskra kvennakóra haldið í Hafnarfirði 29. apríl til 1.maí 2005

Staðsetning

Hafnarfjörður

Mótshaldarar

Kvennakór Hafnarfjarðar

Mótsegestir

Kvennakór Bolungarvíkur
Kvennakór Garðabæjar
Kvennakór Hornafjarðar
Kvennakór Kaupmannahafnar
Jórukórinn Selfossi
Kvennakór Reykjavíkur
Kvennakór Siglufjarðar
Kvennakór Suðurnesja
Kvennakórinn Ymur
Kvennakórinn Ljósbrá
Kvennakórinn Norðurljós
Kvennakórinn Seljur
Kyrjukórinn Þorlákshöfn
Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur

Fjöldi mótsgesta

400 konur tóku þátt í landsmótinu

Mótsstjóri

Hrafnhildur Blomsterberg

Dagskrá 

Föstudagur 29. apríl.
Kl. 18:00 – 20:00 Afhending mótsgagna og kvöldhressing
Kl. 20:00 – 22:00 Óvissuferð
Kl. 22:00 – 23:30 Mótssetning og samsöngur

Laugardagur 30. apríl.
Kl. 08:00 – 09:00 Morgunverður
Kl. 08:30 – 09:00 Fundur kórstjóra
Kl. 09:15 – 12:00 Hópavinna
Kl. 12:00 – 13:30 Hádegisverður og æfing fyrir kórana á sínum lögum
Kl. 13:30 – 14:45 Æfing á sameiginlegum lögum og landsmótslaginu
Kl. 14:45 – 15:15 Síðdegiskaffi og farið í tónleikafötin
Kl. 15:30 Mun rúta flytja okkur í Víðistaðakirkju
Kl. 16:00 – 18:30 Tónleikar í Víðistaðakirkju
Kl. 20:30 Hátíðarkvöldverður og kvöldskemmtun

Sunnudagur 1. maí.
Kl. 09:00 – 09:45. Morgunverður.
Kl. 09:30 – 10:00. fundur formanna kóranna
Kl. 09:45 – 10:30. Æfing á sameiginlegum lögum
Kl. 10:45 – 12:00. Hópavinna
Kl. 12:00 – 13:00. Hádegisverður
Kl. 13:00 – 14:00. Frjáls tími
Kl. 14:00 – 16:30 . Sameiginlegir tónleikar í íþróttahúsinu
Kl. 16:30 Mótsslit og kveðjukaffi

Námskeið og leiðbeinindur

Námskeið, 4 vinnuhópar:

Jónasarlög:

Lög eftir Atla Heimi Sveinsson
Stjórnandi: Elín Ósk Óskarsdóttir

Íslenskir söngdansar:
Lög og útsetningar eftir Jón Ásgeirsson
Stjórnandi: Edit Molnar.
Dansþjálfun: Aðalheiður Ragnarsdóttir

Björgvinslög:
Lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson
Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson

Kirkjuleg verk:
Lög með trúarlegum textum.
Stjórnandi: Gabriella Thész.

Inn í hvern vinnuhóp kom Óskar Einarsson og kenndi konum gospelsveiflu, sem flutt var á sameiginlegu tónleikunum.

Almenn lýsing á landsmótinu

6. Landsmót íslenskra kvennakóra var haldið með pompi og prakt í Hafnarfirði helgina 29. apríl til 1. maí. Segja má að mótið hafi verið með glæsilegasta móti og mikið um dýrðir. Alls tóku 15 kórar þátt í mótinu, flestir utan af landi og einn frá Danmörku. Mótið var sett á föstudagskvöld þar sem farið var yfir skipulag og framkvæmd yfir ilmandi súpu og brauði. Eftir það var haldið út í óvissuna og má þar segja að áhangendaklúbbur Kvennakórs Hafnarfjarðar hafi komið sannarlega á óvart þegar prúðbúnir eiginmenn, klæddir í kjól og hvítt, biðu 400 kvenna í Hellisgerði með kokteil og harmonikkutónlist. Vakti þetta að vonum mikla lukku allra kórkvenna og ekki síst hjá Hafnarfjarðarkórnum. Síðan var haldið af stað í kynningarferð um Hafnarfjörðinn undir stjórn Jónatans Garðarssonar. Aftur glöddu áhangendaklúbbur Kvennakórs Hafnarfjarðar okkur í Garðaholti með fögrum söng og söngvatni og enn á ný þegar komið var aftur í hús og farið yfir sameiginlegu lögin
Laugardagurinn var tekinn snemma enda margt spennandi framundan sem enginn vildi missa af. Eftir hollan og staðgóðan morgunverð flykktust konur í vinnuhópa og hófu að æfa undir stjórn valinkunnra tónlistarmanna þeirra Elínar Óskar Óskarsdóttur, Björgvins Þ. Valdimarssonar, Gabríelu Thész og Edit Molnar. Óskar Einarsson, stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur, fór á milli hópanna og kynnti gospelsöng sem vakti mikla kátínu og var mikið dillað og dansað meðan á því stóð.
Á laugardeginum voru haldnir tónleikar í Víðistaðakirkju þar sem hver kór söng tvö lög. Tónleikarnir gengu mjög vel og var allt skipulag á þeim til fyrirmyndar. Sungið var fyrir fullum sal af fólki og ljúfir tónar fylltu vit allra sem í kirkjunni voru þennan dag. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður þar sem mótsgestum var skemmt með ýmsum uppákomum, s.s. tónlistaratriðum frá krökkum úr Flensborgarskóla, skörulegum ræðumönnum og happdrætti svo eitthvað sé nefnt. Dansinn tók svo öll völd þegar líða tók á kvöldið og er óhætt að segja að þessar 400 konur sem þarna voru staddar þyrftu enga dansherra – hér dönsuðu allir við alla langt fram á nótt.
Á sunnudeginum var svo haldið áfram að æfa í hópum og einnig voru sameiginlegu lögin æfð. Seinni part dags voru tónleikar þar sem hver vinnuhópur flutti það sem hafði verið unnið með um helgina. Fjöldi gesta kom á tónleikana og tókust þeir afar vel. Hrafnhildur Blomsterberg sleit svo vel heppnuðu móti og kvöddum við kórkonur, sem margar áttu langa leið fyrir höndum, með kaffi og meðlæti.
Það voru ákaflega þreyttar en glaðar konur sem brettu upp ermar og fóru að taka til og ganga frá eftir tónleikana. Eiginmenn létu ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og áður en sól var sest þennan sunndag gátu hafnfirskar kórkonur loks haldið til síns heima, glaðar og stoltar af kóramótinu sínu. Helgi sem seint mun hverfa úr minnum Kvennakórs Hafnarfjarðar.

Geisladiskur

Gefin var út glæsilegur tvöfaldur geisladiskur með upptökum frá mótinu.
Diskurinn heitir: Landsmót íslenskra kvennakóra Hafnarfirði
(9. apríl - 1. maí 2005)

Diskur 1:

1.- 4. Gospelsveifla

Björgvinslög
5. Máttur söngsins
6. Mamma
7. Maríubæn
8. Hoffinskvæði
9. Margt er sér til gamans gert

Jónasarlög
10. Úr Hulduljóðum
11. Vorvísa (Tinda fjalla)

Kirkjuleg verk
12. Tantum ergo
13. Sköpun og fæðing skírn og prýði
14. Nigra sum
15. Úr útsæ rísa Íslands fjöll
16. Sjá dagar koma
17. Hvar eru fuglar
18. Vorgleði
19. Maístjarnan

Kvennakór Hafnafjarðar
20. Ave Maria Lucijan M. Skerjanc
21. Cantemus Ljos Bardos

Diskur 2:

Kvennakórinn Ymur
1. Land míns föður
2. Vísur Vatnsenda-Rósu

Kvennakór Suðurnesja
3. I feel pretty
4. Somewhere

Kvennakór Siglufjarðar
5. We are sisters
6. Kenndu mér að kyssa rétt
Kvennakórinn Ljósbrá
7. Kum By Yah
8. Já, svo sannarlega

Kvennakór Reykjavíkur
9. Ektamakinn elskulegi
10. Krummi

Kvennakór Hornafjarðar
11. Erghen diado
12. Fly me to the moon

Jórukórinn Selfossi
13. Laposet, laukokaa
14. Gömul vísa um vorið

Kvennakórinn Seljur
15. Söngur um frelsi
16. Kenndu mér að kyssa rétt

Kvennakórinn Norðurljós
17. Ég heillaðist
18. Leiðarljós

Kvennakór Kaupmannahafnar
19. Konur
20. Vinger

Kvennakór Garðabæjar
21. Cantate Domino
22. Yo le canto todo el dia

Kirjukórinn Þorlákshöfn
23. Your are the light
24. The storm is passing over