Landsmót 2011 - þakkir frá stjórn Gígjunnar
Landsmót íslenskra kvennakóra var haldið á Selfossi dagana 29. apríl - 1. maí sl. og var það fjölmennasta mótið til þessa. Alls hafa 8 landsmót verið haldin en fyrsta mótið fór fram í Ýdölum árið 1992. Jórukórinn á Selfossi átti veg og vanda að allri skipulagningu og framkvæmd mótsins að þessu sinn og tókst það alveg hreint glimrandi vel. Tímasetningar gengu vel upp og ótrúlegt hversu fljótt gekk að gefa öllum þessum hóp að borða, allt gekk snurðulaust og fljótt fyrir sig. Það er að ýmsu að huga þegar haldið er landsmót af þessari stærðargráðu og þær Jórukonur, með landsmótsnefndina skipaða þeim Petru Sigurðardóttur, Kolbrúnu Káradóttur og Höllu Baldursdóttur í fararbroddi, stóðu sig frábærlega í þeirri vinnu.
Að morgni laugardags mættu svo allar konurnar á æfingu í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem sameiginlegu lögin voru æfð og eftir hádegi var skipt í hópa þar sem hver hópur æfði sín lög sem átti að flytja á hátíðartónleikum í Iðu á sunnudeginum. Þess á milli var hádegisverður og haldinn var félagsfundur Gígjunnar, formannafundur og kórstjórafundur. Síðdegis voru haldnir tvennir tónleikar, aðrir í Selfosskirkju en hinir í Iðu, þar sem þátttökukórar fluttu tvö til þrjú lög hver. Var gaman að sjá hversu marga flotta kvennakóra við eigum hér á Íslandi og greinilega mikil gróska í kvennakórastarfi enda hefur fjöldi þeirra aukist töluvert á undanförnum árum. Heiðursgestir tónleikanna voru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, en þau hlýddu á kórana sem sungu í Iðu fyrir hlé en í Selfosskirkju eftir hlé. Eftir tónleikana höfðu konur tíma til að skipta um föt og hafa sig til fyrir hátíðarkvöldverð sem haldinn var í íþróttahúsi Sólvallaskóla. Þar gengu gestir inn rauðan dregil og tóku Jórukonur á móti þeim í flottum diskódressum og buðu upp á fordrykk. Dagskráin hófst síðan á stórskemmtilegu atriði þeirra Jóra þar sem þær sungu lag Páls Óskars, „Það geta ekki allir verið gordjöss“ og sýndu flotta diskódanstakta við fagnaðarlæti áhorfenda. Síðan var borinn fram glæsilegur kvöldverður sem makar og aðrir aðstandendur Jórukvenna báru fram af mikilli fagmennsku. Veislustjóri kvöldsins eða kynnir eins og hún vildi frekar hafa það, var Ingveldur Eiríksdóttir, prestsdóttir frá Þingvöllum og grunnskólakennari, og stýrði hún borðhaldi og skemmtiatriðum kvöldsins á léttu nótunum. Leikarar frá Leikfélagi Selfoss sýndu brot úr frumsömdu leikriti sem heitir „Hið dularfulla hvarf Hollvinafélagsins“ og síðan tróð upp ungur söngvari, Daníel Haukur Arnarsson og tókst honum að heilla flestar ef ekki allar konur í salnum upp úr skónum með frábærum söng. Það er greinilegt að það er nóg til af hæfileikaríku ungu fólki á Selfossi og nágrenni. Að lokum lék hljómsveitin Stuðlabandið frá Selfossi fyrir dansi og fóru þeir létt með að fylla dansgólfið og var dansað og sungið af mikilli innlifun fram á nótt. Ung söngkona frá Selfossi, Jóhanna Ómarsdóttir, söng einnig nokkur lög með hljómsveitinni, efnileg söngkona þar á ferð.
Stjórn Gígjunnar óskar Jórukórnum til hamingju með þetta stórglæsilega landsmót og þakkar þeim og þeirra fólki á Selfossi fyrir frábært starf við skipulagningu og framkvæmd mótsins og fyrir frábærar móttökur.
Kæru landsmótsgestir
Jórukórinn þakkar ykkur öllum kærlega fyrir síðast og einnig þökkum við allar þær hlýju kveðjur sem við höfum fengið sendar eftir mótið, þær ylja svo sannarlega. Við erum alsælar með hvernig til tókst og einnig stoltar af mótinu í heild sinni. Það var ógleymanleg upplifun fyrir okkur Jórur að sjá margra mánaða vinnu skila sér í þessu landsmóti. Minningin um þessa helgi mun ávallt fylgja okkur.
Það eru í vinnslu hljóðupptökur af tónleikunum og einnig mynddiskur með ýmsu efni frá mótinu. Þessir diskar verða sendir út um leið og þeir eru tilbúnir.
Við þökkum ykkur öllum fyrir að hafa deilt þessum vordögum með okkur hér á Selfossi.
Við förum nú syngjandi sælar út í sumarið og sólina.
Nú er bara að stefna á Akureyri vorið 2014 - Jórukórinn er allavega búinn að bóka á Hótel KEA ;-)
Kærar kveðjur frá Jórukórnum Selfossi
Heilir og sælir kæru landsmótsgestir (22. apríl 2011)
Nú er bara vika í landsmótið okkar og því er tímabært að huga að því hverju má alls ekki gleyma að pakka niður í töskuna. Fyrst skal nefna kórdressið, síðan er það vinnuheftið góða með öllum nótum mótsins. Fyrir óvissuferðina er nauðsynlegt að hafa hlýjan útivistarfatnað og góða skó og hvetjum við alla til að mæta í hana – því við Jórur lofum frábærri ferð. Partýdress fyrir laugardagskvöldið er gott að hafa með en því má einnig redda hér á Selfossi í hinum mörgu verslunum sem hér eru. Að sjálfsögðu verður góða skapið með í för og einnig verður nóg af því hér á staðnum.
Skráningu á mótið er að ljúka og eru tæplega 600 konur skráðar til leiks og því er þetta stærsta landsmót sem haldið hefur verið.
Bestu kveðjur frá spenntum Jórum
DAGSKRÁ 8. LANDSMÓTS KVENNAKÓRA Á SELFOSSI
17.30 - 18.30 Móttaka í Sólvallaskóla, afhending mótsgagna, kórar hitta tengiliði og fá búningsaðstöðu
18.30 - 20.00 Kvöldverður í Íþróttahúsi Sólvallaskóla (þar sem allar máltíðir verða)
Setning landsmótsins
LAUGARDAGUR 30. APRÍL
Kórstjórnendur funda í Iðu og formenn kóranna funda í Iðu
Sjá skiptingu milli tónleikastaða á www.jorukorinn.is og www.gigjan.is
SUNNUDAGUR 1. MAÍ
Tónleikaskrá landsmóts 2011 (24. apríl 2011)
Sjá tónleikaskrá á vefsíðu Jórukórsins
Matseðill á landsmóti 2011 (24. apríl 2011)
Föstudagur 29.apríl
Kvöldverður
Rjómalöguð brocoli og blómkálssúpa, pastasalat, hrásalat og nýbakað brauð
Laugardagur 30.apríl
Hádegisverður
Lasagna, hrísgrjón, hrásalat og brauð.
Miðdegiskaffi
Kleinur, kanilsnúðar og kaffi
Hátíðarkvöldverður
Forréttur: Rjómalöguð skógarsveppasúpa og nýbakað brauð
Aðalréttur: Lambasteik , rösti kartöflur, rótargrænmeti og rósmarinsósu
Eftirréttur: Súkkulaðikaka m/ Skógarberjablöndu og rjóma
Sunnudagur 1. Maí
Hádegisverður
Amerískar pönnukökur, eggjakökur, pylsur, hrásalat og brauð
Miðdegiskaffi
Hátíðarrjóma-marsipanterta og kaffi
Tónleikar kóra í Selfosskirkju og Iðu - skipting kóra (19. apríl 2011)
Uppsveitasystur Flúðum
Kvennakór Ísafjarðar
Heklurnar Mosfellsbæ
Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn
Kvennakór Garðabæjar
Kvennakórinn Norðurljós
Kvennakórinn Ymur Akranesi
Salka kvennakór Dalvík
Kyrjukórinn Þorlákshöfn
Vox feminae Reykjavík
Iða kl. 16.00
Eftirfarandi kórar hafa skráð sig á landsmótið (2. mars 2011)
Cantabile Reykjavík
Freyjukórinn í Borgarfirði
Heklurnar Mosfellsbæ
Ísl. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn
Jórukórinn Selfossi
Kvennakór Akureyrar
Kvennakór Garðabæjar
Kvennakór Hafnarfjarðar
Kvennakór Hornafjarðar
Kvennakór Ísafjarðar
Kvennakór Kópavogs
Kvennakór Suðurnesja
Kvennakórinn Norðurljós Hólmavík
Kvennakórinn Ljósbrá Hellu
Kvennakórinn Salka Dalvík
Kvennakórinn Seljur Reykjavík
Kvennakórinn Ymur Akranesi
Kyrjukórinn Þorlákshöfn
Kyrjurnar Reykjavík
Léttsveit Reykjavíkur
Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur
Uppsveitasystur Flúðum
Vox Feminae Reykjavík
Nýjar fréttir af Landsmótinu í vor (2. mars 2011)
Um 600 konur hafa skráð sig á Landsmótið í vor og erum við í Jórukórnum alveg himinlifandi yfir þessari frábæru þátttöku. Skráðir eru 23 kórar víðsvegar að af landinu. Búið er að skipta kórunum niður í vinnuhópa og vonum við að allir séu sáttir, en að sjálfsögðu komast ekki allir í þann hóp sem þeir völdu í fyrsta sæti. Ákveðið var að útbúa vinnuhefti með öllum nótum mótsins og eiga allir að vera búnir að fá það í hendur, ef svo er ekki endilega hafið þá samband við landsmótsnefndina.
Jórukórinn hefur opnað nýja heimasíðu www.jorukorinn.is og hvetjum við ykkur til þess að skoða hana en þar eru ýmsar upplýsingar um Landsmótið og einnig um Jórukórinn. Fljótlega munum við gefa út dagskrá mótsins en hún verður með svipuðu sniði og síðustu mót. Mótsgjaldið liggur ekki alveg fyrir en það mun allavega ekki fara yfir 20 þús kr.
Á laugardeginum 30.apríl verða tónleikar þar sem flestir kórarnir syngja 2-3 lög einir og munum við fljótlega kalla eftir upplýsingum um hvaða lög það verða.
Bestu kveðjur frá Jórukórnum Selfossi
Gleðilegt ár Gígjukonur (11. janúar 2011)
Við í Jórukórnum á Selfossi sendum öllum kvennakórskonum í Gígjunni bestu óskir um heillaríkt ár og þökkum kærlega fyrir góð samskipti á liðnu ári.
Nú fer að styttast í Landsmótið okkar í vor og verður að segjast að við erum að verða virkilega spenntar. Það lítur vel út með þátttöku af öllu landinu og finnst okkur það mjög skemmtilegt.
Við viljum minna á að miðað er við að skráningu á mótið og greiðslu staðfestingargjalds sé lokið 15. janúar nk. Staðfestingargjaldið er 5.000 kr. á konu og óskum við eftir að greitt sé fyrir hvern kór í einni greiðslu. Reikningsnúmerið er 1169-26-1631, kennitalan 631097-3249 og netfangið er kolbrunka@gmail.com. Mikilvægt er að fá skráninguna á réttum tíma svo við getum haldið áfram með skipulagningu mótsins og farið að gefa út hvert mótsgjaldið verður.
Meðfylgjandi er endanleg útgáfa af vinnuhópunum og gott væri að þeir kórar sem eiga eftir að senda upplýsingar um í hvaða vinnuhópi þeir vilja vera, geri það sem fyrst.Ef einhverjar spurningar eru þá endilega sendið okkur póst.
Bestu kveðjur frá Jórunum á Selfossi
LANDSMÓT ÍSLENSKRA KVENNAKÓRA Á SELFOSSI 29. APRÍL – 1. MAÍ 2011 (23. nóvemberg 2011)
VINNUHÓPAR
- Angel Lag og ljóð: KK
- Þér við hlið Lag: Trausti Magnússon. Ljóð: Magnús Þ. Sigmundsson
- Cyrano Lag: Hjálmar H. Ragnarsson
Björgvinshópur - Stjórnandi : Björgvin Þ. Valdimarsson
- Vöxtur – Vorlauf – Fögnuður
- Andra á Hallormsstað
- Signing
- Einu sinni á ágústkvöldi Lag: Jón Múli Árnason. Ljóð: Jónas Árnason
- Já svo sannarlega Lag: Lawrence. Ljóð: Þórarinn Eldjárn.
- The Boy from New York City Lag og ljóð: John Taylor.
- Í dag skein sól Lag: Páll Ísólfsson. Ljóð: Davíð Stefánsson
- Draumalandið Lag: Sigfús Einarsson. Ljóð: Jón Trausti
- Bahama Lag og ljóð: Ingólfur Þórarinsson
- O Pastorelle, Addio - úr Andrea Chénier, e. Giordano
- Spunakórinn - úr Hollendingurinn fljúgandi, e. Wagner
- Time to Say Goodbye Lag og ljóð: Francesco Sartori, Lucio Quarantotto and Frank Peterson
- Sumar konur Lag og ljóð: Bubbi Morthens
- Vegir liggja til allra átta Lag: Sigfús Halldórsson. Ljóð: Indriði G. Þorsteinsson
- Haustkvöld / Landsmótslagið 2011 Lag: Örlygur Benediktsson. Ljóð: Brynja Bjarnadóttir
Ágætu kvennakórar (23. nóvember 2010)
Á aðalfundi Gígjunnar í október sl var Landsmótið á Selfossi kynnt fyrir fundargestum. Við vorum þar með stutt kynningarmyndband sem við höfum útbúið og einnig vorum við með upplýsingar um vinnuhópana og sameiginlegu lögin sem verða á mótinu. Það hefur dregist hjá okkur að senda þetta út því við þurftum að laga myndbandið aðeins en nú er það tilbúið og hér með fylgir tengill inn á þetta myndband. Upplýsingar um vinnuhópana fylgir með þessum pósti sem viðhengi. Þið skulið endilega skoða þetta vel og getið síðan einnig áframsent þetta á ykkur kórkonur.
http://vimeo.com/16980171Það lítur út fyrir mjög góða mætingu hingað á Selfoss næsta vor því margir kórar hafa látið vita að þeir ætla að mæta, en okkur langar samt að biðja alla þá sem ætla að koma að svara þessum pósti og senda eftirfarandi upplýsingar:
- Hve margar konur mæta líklega frá kórnum.
- Hvar kórinn er með gistingu.
- Óskir um vinnuhópa, velja 3 vinnuhópa.
1. val - er sá vinnuhópur sem kórinn vill helst taka þátt í.
2. val - er vinnuhópur sem er í öðru sæti hjá kórnum.
3. val - er vinnuhópur sem er í þriðja sæti hjá kórnum.
Ekki er hægt að lofa því að allir komist í þann vinnuhóp sem er í 1. vali. Einnig er rétt að taka fram að ætlast er til að kórkonur verði búnar að æfa lögin fyrir vinnuhópana. Því er gert ráð fyrir að kórinn fari allur í sama vinnuhóp, nema þegar um er að ræða mjög stóran kór og einnig ef stjórnandi viðkomandi kórs treystir sér til þess að æfa fyrir fleiri en einn vinnuhóp.
Staðfestingargjaldið er 5.000 kr á konu og er óafturkræft, það þarf að greiða í síðasta lagi 15.janúar 2011.Reikningsnúmerið er 1169-26-1631 og kt. 631097-3249.
Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið kolbrunka@gmail.com þegar staðfestingargjaldið er greitt.
Mótsgjaldið er ekki komið á hreint en verður allavega innan við 20.000 kr.
Fljótlega eftir 15.janúar 2011 þegar viðkomandi kór hefur greitt staðfestingargjaldið verða nótur sendar út.
Við hlökkum til að heyra í ykkur
Bestu kveðjur frá Landsmótsnefndinni Selfossi