Landsmót á Akureyri 2014
Landsmótsnefnd skipa:
Snæfríð Egilson, Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir og Hólmfríður Þorsteinsdóttir.
Bestu þakkir fyrir landsmótshelgina og þetta stórkostlega kvennakóralandsmót.
Við í Kvennakór Garðabæjar viljum koma á framfæri til ykkar aðdáun okkar á landsmótinu öllu í heild sinni; glæsilegum smiðjustjórum og öðru tónlsitarfólki, aðstöðu til æfinga og síðast en ekki síst húsakynnin í Hofi. Það var auðvitað alveg einstök upplifun að fá tækifæri til að syngja í þessu stórglæsilega tónlistarhúsi ykkar Akureyringa og við þökkum ykkur kærlega fyrir það og óskum ykkur til hamingju með húsið.
Það fór engin svöng eða svelt frá höfuðstað norðurlands á sunnudagskvöldið því allur sá matur og drykkur sem í okkur var borinn allan daginn alla dagana var algjörlega til fyrirmyndar og þið megið bera Bautanum okkar bestu þakkir fyrir góðan mat.
Kveðja frá Kvennakór Garðabæjar
Mótið var sett á föstudegi í Menningarhúsinu Hofi en að afloknum kvöldverði í Íþróttahöllinni hélt allur skarinn niður í kirkjutröppur þar sem sungið var ljóðið Akureyri og norðrið fagra eftir Stefán Vilhjálmsson við lag Jóns Ásgeirssonar við Maístjörnuna. Að því loknu var haldið í miðbæinn þar sem nemendur úr Tónlistarskólanum skemmtu með söng og spili. Næst var safnast saman í Skátagili þar sem Anna Richardsdóttir framdi einn af sínum frægu gjörningum fyrir landsmótskonurnar. Þá var komið að einu atriðinu enn í þessari ferð um miðbæinn, gangan flæddi niður að Hofi, konurnar mynduðu hring um Hof, reyndar var hringurinn tvöfaldur og svo var Hofið umfaðmað af öllum þessum konum. Þar var svo dvalið um stund við veitingar og söng.
Á sunnudeginum hófust æfingar kl. 9 og áfram haldið með æfingar í söngsmiðjum og í sameiginlegum kór. Afraksturinn var svo fluttur í Hamraborginni í Hofi kl. 15:00. Þar komu fram: Gígjusmiðja, stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir; Madrigalasmiðja, stjórnandi Michael Jón Clarke; Norræn kvennakóralög, stjórnandi Ingibjörg Guðjónsdóttir; Rokksmiðja, stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir; Spunasmiðja, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson; Þjóðlagasmiðja, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Sameiginlegum kór með 700 konum stjórnaði Guðmundur Óli Gunnarsson, sem einnig stjórnaði hljómsveit skipaðri félögum úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, sem og nemendum og kennurum úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Fyrir hvert landsmót er samið við tónskáld um að semja sérstakt landsmótslag. Að þessu sinni varð Hugi Guðmundsson tónskáld fyrir valinu og var lag hans við texta Jakobínu Sigurðardóttur, Vor í Garði frumflutt á tónleikunum.
Kvennakór Akureyrar með Daníel Þorsteinsson í broddi fylkingar, þakkar kærlega og af öllu hjarta öllum sem tóku á einhvern hátt þátt í því að gera þetta landsmót sem veglegast.
Mótsstjóra og þátttökukórum, þá sérstaklega Kvennakórnum Sölku á Dalvík, er þakkað fyrir þeirra hlut til að gera þetta landsmót að skemmtilegum, litríkum og gefandi viðburði. Kórstjórum, söngsmiðjustjórum og hljóðfæraleikurum er einnig þakkað fyrir dásamlega samveru um helgina.
Nú eru bara nokkrir dagar í landsmótið og við erum orðnar mjög spenntar að fá ykkur allar hingað til Akureyrar og hlökkum til að eyða næstu helgi með ykkur í söng og gleði.
Á móttökunni í Hofi á föstudaginn munu tengiliðir kóranna taka á móti ykkur og vera ykkur innan handar við að sýna ykkur Hof og finna aðstöðuna ykkar þar.
Söngsmiðjurnar eru á fimm stöðum í bænum. Skipulagðar ferðir verða frá Hofi (rokk- og þjóðlagasmiðja) og Skipagötu (madrigalasmiðja) strax eftir söngsmiðjurnar báða dagana í hádegisverð í Íþróttahöllinni. Best væri að nýta þær rútur sem kórarnir koma á norður til þessara flutninga. Því biðjum við ykkur sem koma með rútu að hafa samband við okkur sem fyrst.
Minnið konurnar ykkar á hagnýt atriði eins og að;
Óvissuferðin verður innan bæjarmarka Akureyrar og utandyra að mestu leyti. Gott er að hafa með sér hlýjan fatnað og góða skó og vonumst við til að sem flestar taki þátt í henni. Þetta verður svolítið rölt, þó ekki langt, en það væri afar gott að vita ef einhverjar þurfa að láta keyra sig á milli.
Ekki má gleyma galakjólnum / partýdressinu fyrir hátíðarkvöldverðinn en einnig verður hægt að koma við í miðbæ Akureyrar og á Glerártorgi og versla sér inn fyrir kvöldið.
Upplýsingar um landsmótið eru komnar inn á heimasíðu landsmótsins á www.kvak.is og á www.gigjan.is. Þar má einnig finna dagskrána, tónleikaskrá fyrir bæði laugardags- og sunnudagstónleikana og skiptingu kóranna á tónleikunum í Hofi.
Laugardaginn 10. maí verða tónleikar kóranna og þá er opið hús fyrir gesti og gangandi og þið kæru kórkonur getið notið þess að hlusta hver á aðra bæði í Hamraborginni og í Hömrum. Sunnudaginn 11. maí verða hátíðartónleikarnir. Þetta verður sannkölluð tónlistarveisla og aldrei hafa svo margar konur stigið á svið í Hamraborginni. Hvetjum við ykkur allar til að auglýsa þessa viðburði vel þannig að við fyllum Menningarhúsið Hof af gestum.
Matseðlar helgarinnar eru inni á heimasíðunni og höfum við kappkostað að hafa sem fjölbreyttastan mat þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef einhverjar séróskir eru vegna ofnæmis eða annars.
Dagskráin fyrir mótið er einnig í mótsblaðinu sem allar kórkonur fá við komu til Akureyrar á föstudaginn. Þar verður einnig tónleikaskrá mótsins.
Gangi ykkur öllum vel í ykkar undirbúningi fyrir landsmótið og við hittumst hressar og kátar og syngjandi glaðar í Menningarhúsinu Hofi á föstudaginn.
Kær kveðja frá Kvennakór Akureyrar
27. apríl 2014
Laugardagurinn 10. maí
08:45 – 11:15 – Söngsmiðjur
Sunnudagurinn 11. maí
09:00 – 11:15 – Söngsmiðjur
11:15 – 12:15 – Hádegisverður í Íþróttahöll
12:30 – 14:00 – Sameiginleg æfing í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi
14:00 – 15:00 – Undirbúningur fyrir tónleika
15:00 – 16:30 – Hátíðartónleikar í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi
16:30 – 17:30 – Kveðjukaffi og mótsslit í Menningarhúsinu Hofi
27. apríl 2014
Hamrar
27. apríl 2014
Laugardagur 10. maí
Hádegisverður í Íþróttahöllinni á hlaðborðum
Ostbakaður pastaréttur með kjúkling og grænmeti í rjómasósu, steikt grænmetishrísgrjón með sjávarfangi, ferskt blandað salat, minestrone súpa, brauð og smjör
Sunnudagur 11. maí
Hádegisverður í Íþróttahöllinni
Grænmetislasagne, risottó með kjúkling og grænmeti, ferskt blandað salat, humarsúpa með sjávarfangi, brauð og smjör