Eftir síendurteknar frestanir vegna heimsfaraldurs mun Landsmót Gígjunnar, sem til stóð að halda í maí 2020 loksins verða að veruleika.
Ellefta Landsmót Gígjunnar, sambands íslenskra kvennakóra verður haldið í Reykjavík dagana 4-6.maí. Eins og áður mun Kvennakór Reykjavíkur sjá um skipulagningu mótsins og er markmið kórkvenna í Kvennakór Reykjavíkur að allar konur sem þátt taka í mótinu, njóti hverrar stundar sem allra best og að það náist að skapa þá frábæru stemmingu í Reykjavík, sem hefur einkennt landsmótin fram til þessa, þrátt fyrir stærð höfuðborgarinnar.
Endurskipulagning mótsins er hafin og miðar skipulag við áður útgefna dagskrá fyrir mótið í maí 2020. Þó er ljóst að einhverjar breytingar verða en staðfest er að mótið verður haldið í Háskólabíó og nærumhverfi og tónleikar kóranna verða í Eldborg Hörpu eins og áður hafði verið ákveðið.
Við erum í viðræðum við smiðjustjóra og nú þegar er ljóst að einhverjar breytingar verða á smiðjunum. Óvíst er með lög sem búið var að senda út en þetta mun allt skýrast fljótlega.
Sameiginleg lög verða þau sömu og áður og er annað þeirra, Til gleðinnar, mótslagið okkar
og er sérstaklega samið af þessu tilefni
Til gleðinnar
Lag: Gunnsteinn Ólafsson
Ljóð: Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
Í kór
Lag: Herman Hupfeld
Texti: Álfheiður Ingólfsdóttir
Eins og áður skiptir gríðarlegu máli fyrir landsmótsnefnd að hafa einhverja hugmynd um fjölda kóra og kvenna sem ætla að taka þátt á mótinu. Til dæmis þá sendur nú yfir leit af stað fyrir lokahóf og þá skiptir mjög miklu hvort verið er að leita að stað sem tekur 800 konur, 500 eða 300. Því biðlar nefndin því til ykkar að láta vita hvort ykkar kór stefnir á mót og þá sirka hversu margar konur með því að senda póst á landsmot2020@kvennakorinn.is
Að öðru leiti er tímalína ca þessi:
Ágúst 2022 - Forskráning hefst - óbundin skráning með áætluðum fjölda kórkvenna.
Nóv 2022 - Formleg skráning á mótið og í smiðjur hefst.
Nóv 2022 - Tengiliðir kóra staðfestir við landsmótsnefnd
Jan 2023 - Lokafrestur til að greiða staðfestingagjöld
Jan 2023 - Opnað fyrir nótur í smiður
Mar 2023 - Lokafrestur til að greiða mótsgjald
Maí 2023 - Landsmót - Syngjandi vor 2023
Mótsgjald er ekki komið á hreint en stefnt er á að halda því á svipuðum nótum og búið var að gefa út en þó má búast við vísitöluhækkun á því eins og öðru.
Við erum enn og aftur orðnar gríðarlega spenntar fyrir því að halda loksins þetta mót.
Kvennakór Reykjavíkur er 30 ára og Gígjan 20 ára á árinu 2023 og má því segja að landsmót Gígjunnar 2023 verði nokkurs konar afmælishátíð okkar allra og við hlökkum svo til að hitta ykkur :)
Fh. Landsmótsnefndar
Kolbrun H..