• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Kynningar og skemmtikvöld Kvennakórs Suðurnesja

10. september 2009


Næstkomandi mánudagskvöld, 14. september, heldur Kvennakór Suðurnesja kynningar- og skemmtikvöld í Listasmiðjunni á Ásbrú kl. 20. Allar konur eru velkomnar en kórinn vantar fleiri hressar og skemmtilegar konur í sínar raðir og býður því sérstaklega velkomnar konur sem hafa gaman af söng.

Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 1968 og er hann elsti starfandi kvennakór landsins. Kórinn er skipaður konum alls staðar að af Suðurnesjum og vonast kórfélagar til að sjá konur úr öllum bæjarfélögunum á Suðurnesjum á mánudagskvöldið. Starfið hefur verið sérstaklega gróskumikið undanfarin ár, en meðal annars tók kórinn þátt í kórakeppni sem fram fór á Riva del Garda á Ítalíu í október 2007 og vann þar til verðlauna í gullflokki. Í febrúar 2008 hélt kórinn síðan upp á 40 ára afmæli sitt með stórtónleikum í Íþróttaakademíunni ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og einsöngvurum, auk þess sem fjöldi kvenna sem hafa sungið með kórnum í gegnum tíðina tóku þátt í tónleikunum. Árið 2004 fór kórinn í söngferðalag til Ungverjalands og árið 2000 var kórnum boðið sem gestakór í kórakeppni sem fram fór í Cork á Írlandi. Auk þessa tekur kórinn þátt í Landsmótum kvennakóra sem haldin eru á þriggja ára fresti á mismunandi stöðum á landinu, en Kvennakór Suðurnesja hélt landsmót í Reykjanesbæ árið 2003. Kórinn var einn af stofnendum Gígjunnar, landssambands kvennakóra á Íslandi og kom fyrsti formaður sambandsins, Guðrún Karitas Karlsdóttir, einmitt frá Kvennakór Suðurnesja.

Kvennakórinn heldur a.m.k. tvenna til þrenna tónleika á ári, auk þess að taka þátt í ýmsum uppákomum svo sem Ljósanótt og Þrettándagleði í Reykjanesbæ. Kórinn tók einmitt virkan þátt í nýliðinni Ljósanótt þar sem hann söng m.a. á tónleikum í Svarta Pakkhúsinu á fimmtudagskvöld, á útisviðinu á föstudags- og laugardagskvöld og á hátíðartónleikum í Fjölbrautaskólanum á sunnudeginum ásamt öðrum kórum og listamönnum. Auk þess kom kórinn fram í Duushúsum og Íþróttaakademíunni.

Kvennakór er ekki bara vettvangur söngs, heldur er þetta líka skemmtilegur félagsskapur kvenna og gera kórfélagar ýmislegt skemmtilegt saman. Auk þess að fara í árlegar æfingabúðir þar sem vinna og skemmtun fara vel saman, koma konurnar t.d. alltaf saman ásamt fjölskyldum fyrir jólin og gera laufabrauð, sem síðan er selt til fjáröflunar fyrir kórinn. Einnig er haldið lokahóf á vorin og ýmislegt fleira eftir því sem tilefni eru til, en kórinn fer alla jafna í frí yfir sumartímann og á stórhátíðum.

Við hvetjum allar konur til að kíkja á Kvennakórinn á mánudagskvöldið og kynna sér starfsemi hans.

Lesa meira

Ljósanæturævintýri Kvennakórs Suðurnesja

2. september 2009

Um næstu helgi, 3. - 6. september, verður Ljósanótt haldin í tíunda sinn í Reykjanesbæ og verður hátíðin enn glæsilegri en áður af því tilefni.  Kvennakór Suðurnesja tekur virkan þátt í hátíðinni og kemur fram við ýmis tækifæri alla dagana sem hátíðin stendur yfir. 

Á fimmtudagskvöld kl. 21 verða haldnir tónleikarnir "Pakkið í Pakkhúsinu" á efri hæð Svarta Pakkhússins þar sem Guðmundur Rúnar Lúðvíksson mun flytja 13 frumsamin lög ásamt Kvennakór Suðurnesja og hljómsveit, og á föstudagskvöld verða nokkur þessara laga flutt á útisviðinu við Ægisgötu. 

Á laugardag kemur Kvennakór Suðurnesja fram á sýningunni Reykjanes 2009 í Íþróttaakademíunni kl. 13 og í Bíósal Duushúsa kl. 14, en þar mun kórinn flytja lög frá ýmsum löndum.  Á laugardagskvöldinu verður svo flutt á útisviðinu "Ljósanætursvítan", lög eftir tónskáld úr bæjarfélaginu í útsetningu Þóris Baldurssonar.  Fram koma: Einar Júlíusson, Erna Hrönn, Eiríkur Hauksson, Björgvin Halldórsson, Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur ásamt hljómsveit, auk þess sem Sigurður Guðmundsson mun flytja Ljósalagið 2009, "Ég sá ljósið" eftir Rúnar Júlíusson, ásamt hljómsveit og kórunum tveimur.  Að því loknu hefst hin margrómaða flugeldasýning Ljósanætur.

Á sunnudaginn verða síðan haldnir hátíðartónleikar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 16, en þar munu kórar af svæðinu, einsöngvarar og hljómsveit flytja lög og atriði úr söngleikjum og óperum, m.a. úr Jesus Christ Superstar, Fiðlaranum á þakinu, My fair lady og La boheme.  Flytjendur eru Valdimar Haukur Hilmarsson baritón, Bragi Jónsson bassi, Rúnar Guðmundsson tenór, Jóhann Smári Sævarsson bassi, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Dagný Jónsdóttir sópran, Jelena Raschke sópran, Elmar Þór Hauksson tenór, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, kór Keflavíkurkirkju, sönghópurinn Orfeus, hljómsveitin Talenturnar og félagar út Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Stjórnandi er Arnór Vilbergsson.

Kvennakór Suðurnesja hvetur alla til að kíkja á þessa frábæru viðburði og að sjálfsögðu á allt það sem er í boði á Ljósanótt, en dagskrána í heild sinni má sjá á vefsetri Ljósanætur.

Lesa meira

Kórstjóranámskeið í Skálholti 13. - 16. ágúst

3. júní 2009


Barna og kvennakórstjóranámskeið á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar og Skálholtskóla verður haldið í Skálholti dagana 13. - 16. ágúst 2009

Árið 1809, fyrir 200 árum, lést Joseph Haydn. Sama ár fæddist annað merkt tónskáld, Felix Mendelsohn Bartholdy. Þessara sígildu meistara verður minnst bæði í verkefnaskrá og kynningum á kórstjóranámskeiði í Skálholti.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þær Sibyl Urbancic og Margrét J. Pálmadóttir.

Sibyl verður með þríradda sálma Haydns, samda í Englandi á síðasta áratug 18. aldar við enska texta (“Improved Psalmody”), á verkefnaskrá sinni. Þar að auki bænir eftir Giacinto Celsi (1905-1988), einradda við latneskan texta, og “Allelujah-Super-Round” eftir William Albright (1944-1998), svo og gregoríanska söngva. Samhliða vinnu við þessi tónverk ætlar hún að leiðbeina þátttakendum í spuna, sérstaklega í tengslum við kirkjulega texta. Með þessu verkefnavali vill Sibyl benda á leiðir til að flytja kirkjusöng óháð fjölda söngvara og raddskipan. Í kynningartíma sínum mun hún koma með dæmi kirkjulegrar tónlistar úr ýmsum áttum fyrir sópran- og altraddir til að leyfa þátttakendum að spreyta sig á.

Margrét verður fyrirlestra sem hún kallar “Kærleikskeðjur í hug- og raunrými” en þar vinnur hún með  spunnar, þekktar og óþekktar keðjur í hómó og pólýrytmum. Einnig verður hún með nýtt og spennandi efni í farteskinu til að kynna fyrir þátttakendum. Í för með Margréti verður góður hópur söngkvenna, nokkurs konar æfingakór sem þátttakendur fá tækifæri á að stjórna.

Dagskrá námskeiðsins:

Fimmtudagur 13. ágúst
Kl. 14-16  Skráning þátttakenda
Kl. 16  Setning námskeiðs og kynning á námsgögnum
Kl. 18  Aftansöngur
Kl. 18.30  Kvöldverður
Kl. 20-21.30  Kvöldvaka í umsjón Margrétar og hennar kvenna.

Föstudagur 14. ágúst
Kl. 8  Morgunverður
Kl. 9  Morgunsöngur
Kl. 9.30  Sibyl
Kl. 12-13  Hádegisverður
Kl. 13-14.30  Margrét Pálma. – Kærleikskeðjur í hug- og raunrými
Kl. 15-16  Kynning á nýju efni
Kl. 16  Kaffi
Kl. 16.30-18  Sibyl - Kórstjórn
Kl. 18  Aftansöngur
Kl. 18.30  Kvöldverður
Kl. 20-21.30  Kvöldvaka í umsjón Margrétar og hennar kvenna.

Laugardagur 15. ágúst
Kl. 8  Morgunverður
Kl. 9  Morgunsöngur
Kl. 9.30  Sibyl
Kl. 12-13  Hádegisverður
Kl. 13-14.30  Margrét Pálma. – Kærleikskeðjur í hug- og raunrými
Kl. 15-16  Kynning á nýju efni
Kl. 16  Kaffi
Kl. 16.30-18 Sibyl - Kórstjórn
Kl. 18  Aftansöngur
Kl. 18.30  Kvöldverður
Kl. 20-21.30 Kvöldvaka í umsjón Margrétar og hennar kvenna.

Sunnudagur 16. ágúst
Kl. 9  Morgunverður
Kl. 10.30  Æfing fyrir messu þar sem barnakór og þátttakendur í námskeiðinu sjá um tónlistina
Kl. 12-13 Hádegisverður
Kl. 14  Messa
Kl. 15.30  Messukaffi - Námskeiðslok.

Dagskrá þessi er birt með fyrirvara um breytingar.

Verð fyrir fæði og gistingu í Skálholtsskóla í 3 sólarhringa: kr. 26.000,-
Þátttökugjald er kr. 15.000,- (innifalið er kennsla, kennslugögn o.fl.).
Skráning fer fram hjá Arngerði í síma 856 1597 eða á netfangið arngerdur.arnardottir(hjá)kirkjan.is

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2009 en hámarksfjöldi þátttakenda er 30.
Staðfestingargjald kr. 10.000,- greiðist við skráningu eða eigi síðar en 10. júní. 
Ljúka þarf síðan við að greiða fyrir námskeiðið að fullu fyrir 1. ágúst.

Nánari upplýsingar gefur Arngerður María í síma 856 1597 eða á netfangið: arngerdur.arnardottir(hjá)kirkjan.is

Lesa meira

Vortónleikar íslenska kvennakórsins í Kaupmannahöfn

25. maí 2009

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn og orgelleikari Sigrún Magna Þorsteinsdóttir halda sumartónleika sunnudaginn 7. júní kl. 15:00 í Frihavnskirken, Willemoesgade 68, 2100 Kaupmannahöfn Ö.
Stjórnandi kórsins er Sigríður Eyþórsdóttir.

Aðgangur er ókeypis.
Geisladiskar með söng kórsins verða seldir á tónleikunum fyrir 120 Dkk

Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 101
    • 102
    • 103
    • 104
    • 105
    • 106
    • 107
    • 108
    • 109
    • 110
    • 111
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra