• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Skilaboð til kóra um allt land

10. júlí 2017

Stöð 2 og Sagafilm leita að kórum til að koma fram í þáttunum Kórar Íslands sem sýndir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 í vetur.

Þar munu 20 kórar syngja til sigurs um titilinn Kór Íslands.

Ef kórinn þinn telur fleiri en tíu meðlimi og allir orðnir 16 ára er ekki eftir neinu að bíða.

Við leitum að kórum hvaðanæva af landinu og af öllum gerðum t.d. kvenna-, karla-, blönduðum-, kirkju-, eða átthagakórum.

Þetta er frábært tækifæri fyrir kóra að vekja á sér athygli, efla starfið og taka þátt í að búa til frábært sjónvarpsefni fyrir íslenska áhorfendur.

Kórarnir flytja lögin án undirleiks (acappella). 

Sæktu um, komdu kórnum þínum á framfæri og taktu þátt í að kynna hið fjölbreytta kórastarf í landinu.

Nánari upplýsingar um þættina

Þættirnir skiptast í þrjár hluta: undankeppnina, undanúrslit og úrslit

Undankeppnin eru 5 þættir (þættir 1 til 5):

Í hverjum þætti mætast fjórir kórar og flytja tvö lög í beinni útsendingu.

Lögin skulu valin í samráði við framleiðendur þáttanna og skal hvort lag vera um 2,30 - 3,0 mínútur að lengd. Hugmyndin er að kórarnir flytji tvö ólík lög t.d. þjóðlag, popplag eða rokklag.

Tveir kórar komast áfram úr hverjum þætti í undankeppninni. 

Samtals fara því 10 kórar (tveir kórar úr hverjum þætti) áfram í næsta hluta keppninnar sem eru undanúrslitaþættirnir.

Ath. Símakosning í lok hvers þáttar ásamt atkvæðum dómara ráða úrslitum um hvaða kórar komast áfram í næsta hluta keppninnar.

Undanúrslitaþættirnir eru tveir talsins (þættir 6 og 7):

Í hvorum þætti mætast fimm kórar í beinni útsendingu. Hver kór syngur eitt lag sem á að vera um 3 - 4 mín að lengd.

Tveir kórar úr hvorum þætti komast áfram í úrslitaþáttinn.  Samtals fara því fjórir kórar í úrslitaþáttinn.

Ath. Símakosning í lok hvers þáttar ásamt atkvæðum dómara ráða úrslitum um hvaða kórar komast áfram í lokahluta keppninnar.

Úrslitaþátturinn (þáttur 8):

Fjórir kórar keppa til úrslita í úrslitaþættinum og þurfa kórarnir að flytja tvö lög.

Hvort lag má vera um 2,30 til 3,0 mínútur að lengd. 

Ath. Símakosning ræður úrslitum.

Fjöldi þátta og mikilvægar dagsetningar.

Þættirnir verða  átta talsins og fara þeir allir fram í beinni útsendingu á Stöð 2.

  • 5 þættir í undankeppninni (24. sept, 1. okt, 8. okt. 15. okt. 22. okt).

                  Hver kór mætir á eina af þessum dagsetningum

  • 2 þættir í undanúrslitum (29. Okt, og 5. nóv)

                  Þeir kórar sem komast áfram úr undanúrslitunum mæta annan hvorn daginn.

  • 1 úrslitaþáttur (12. nóv)

                  Fjórir kórar mæta í úrslitaþáttinn, tveir úr hvorum undanúrslitaþættinum.

Tímabil

Í  lok ágúst og byrjun september komum við til með að heimsækja alla kórana sem verða valdir til þátttöku og gera um þá stutta kynningu. Þar kynnumst við kórunum og umhverfi þeirra betur. Tekin verða stutt viðtöl við nokkra kórfélaga og  fylgst með æfingum.

Beinu útsendingarnar  fara fram á sunnudögum frá 24. september til 12. nóvember. Gera skal ráð fyrir að allur dagurinn fari í æfingar og annan undirbúning fyrir útsendinguna.

Á fimmtudeginum fyrir hverja beina útsendingu fara fram æfingar á sviðinu.

Hver kór fær um 1,30 tíma til æfingar.

Tónlistarstjóri verður kórunum innan handar fyrir hönd framleiðanda.

Verðlaun

Verðlaunin eru ekki af verri endanum og munu koma hvaða kór sem er að góðum notum í þeirra starfi. Verðlaunin verða kynnt fljótlega.

Dómnefnd

Þriggja manna fagleg dómnefnd verður kynnt til sögunnar síðar í sumar.

Gaman væri að fá ykkur í lið með okkur

og taka þátt í að búa til skemmtilegt sjónvarpsefni!

Nánari upplýsingar á: korar@sagafilm.is

Lesa meira

Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

16. maí 2017

Það eru tónleikar framundan!
Kvennakór Reykjavíkur ætlar að fara um víðan völl á vortónleikum sínum þann 18. maí í Guðríðarkirkju. Eitt af því skemmtilegasta sem kórinn gerir er að takast á við allskonar tónlist og það mun hann sannarlega gera þetta vorið. Við reynum okkur við smellna þýðingu Þórarins Eldjárns á ABBA lagi úr Mamma Mia, Bítlarnir leggja til nokkur lög og aðdáendur Prúðuleikaranna verða ekki fyrir vonbrigðum. Við dustum rykið af óborganlegu skúringanúmeri og tökumst á við krefjandi klapp í White Whinter Hymnal. Ungversk, bandarísk, norsk, bresk og að sjálfsögðu íslensk lög eru á dagskránni og eru þau hvert öðru fallegra. Efnisskráin er í ætt við íslenskt sumarveður svo gestir ættu að vera við öllu búnir, með sól í hjarta.
Stjórnandi er Ágota Joó. 
Um undirleik sjá Birgir Bragason á Bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. 

Miðaverð: 3.000 kr í forsölu, 3.500 kr við innganginn. 
Miðar fást hjá kórkonum eða með því að senda tölvupóst á netfangið postur@kvennakorinn.is

Lesa meira

Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar

2. maí 2017

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Hásölum við Strandgötu laugardaginn 13. maí kl. 15:00.

Á tónleikunum  fá gestir að heyra mörg þeirra laga sem kórkonur hafa æft fyrir söngferðalag sem farið verður til Ítalíu í júní næst komandi en þangað er ferðinni heitið til þess að syngja í tveimur borgum í Suður-Týról og njóta um leið menningar og stórbrotins landslags í ítölsku Ölpunum.

Í þeim hluta Ítalíu sem Kvennakór Hafnarfjarðar sækir heim er töluð þýska jafnt sem ítalska og það er skemmtilegt að geta þess að kórinn var svo heppinn að fá í hendur fallega, þýska þýðingu af Maístjörnu Halldórs Laxness. Hún verður að sjálfsögðu með í farteskinu til Ítalíu og á vortónleikunum í Hásölum mun kórinn frumflytja fyrsta erindi hennar.

Það verður komið víða við í lagavali á vortónleikunum og eins og oft áður er það ástin og kærleikurinn sem er kórkonum ofarlega í huga. Lagavalið er fjölbreytt, má þar nefna tónlist frá endurreisnartímabilinu, íslensk og norræn sönglög og gospelsöngva. Kórkonur létu ekki hjá líða að spreyta sig aðeins á ítölskunni fyrir Ítalíuferðina og að sjálfsögðu verða nokkur ítölsk lög á efnisskránni.

Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir og píanóleikari er Antonía Hevesi.

Miðar verða seldir á 2.500 kr. og fer miðasala fram hjá kórkonum og við innganginn. Einnig má senda tölvupóst á kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com eða skilaboð á Facebook síðu kórsins.

Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.

Tónleikagestum verður boðið að þiggja kaffi og konfekt í tónleikahléi.

Lesa meira

Vortónleikar Jórukórsins 2017

26. apríl 2017

Vortónleikar Jórukórsins 2017 verða haldnir í Skálholtsdómkirkju þann 3. maí kl. 20.00 og Selfosskirkju þann 7. maí kl. 20.00.

Í ár er áhersla lögð á íslensk ljóð og lög, bæði gömul og ný og sum alveg splunkuný. Stefán Þorleifsson kórstjóri hefur samið lög við ljóð eftir skáldkonurnar Gerði Kristnýju, Elísabetu Jökulsdóttur og Evu Rún Snorradóttur. Ljóð skáldkvennanna þriggja fjalla meðal annars um Bravóblöð, auglýsingabæklinga og kramin kattarhræ, en einnig dýpri leyndarmál, kleinur og pilluát. Efnisskráin í ár er mjög metnaðarfull og auk fyrrnefndra laga verða á efnisskrá gamalkunn þjóðlög og íslensk dægurlög eftir Ásgeir Trausta, Gunnar Þórðarson og Björk, svo einhver séu nefnd.

Mannauður kórsins verður nýttur til fullls, því ekki er nóg með að Stefán útsetji og semji lög sérstaklega fyrir kórinn, heldur eru einsöngvarar og hljóðfæraleikarar einnig úr röðum kórsins, ásamt Ingibjörgu Erlingsdóttur á kontrabassa.

Það er því með sérstakri tilhlökkun og gleði sem Jórukórinn býður bæjarbúa og nærsveitarfólk velkomið á vortónleika Jórukórsins 2017 og vonast til að sjá sem flesta. Miðasala við innganginn og í forsölu hjá kórkonum.

Með vorkveðju

Jórukórinn

Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 7
    • 8
    • 9
    • 10
    • 11
    • 12
    • 13
    • 14
    • 15
    • 16
    • 17
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra