• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Síðasti aðalfundur samþykkti ný lög sambandsins

14. febrúar 2008
Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, heldur aðalfund einu sinni á ári. Síðasti fundur var haldinn 20. október 2007. Á fundinum voru fulltrúar frá 14 kórum. Stjórn Gígjunnar vill benda þeim kórum, sem ekki gátu sent fulltrúa sína til fundarins, á að kynna sér fundargerð frá fundinum. Fundargerðina er að finna hér á vefsetrinu, vinstra megin undir linknum “Fundargerðir”. Eitt helsta málefni fundarins voru breytingar á lögum sambandsins. Næsti aðalfundur Gígjunnar verður haldinn haustið 2008 en nánar um það síðar.

Nánar um aðalfundinn 20. október 2007
Fundurinn hófst á skýrslu formanns þar sem hún fór yfir helstu verkefni stjórnar og gaf upplýsingar um þau mál sem framundan eru. Reikningar voru lagðir fram og samþykktir, ef einhver kór hefur áhuga á því að fá þá senda í pósti þá er um að gera að senda tölvupóst með þeirri beiðni. Fundurinn samþykkti tillögu um styrki vegna ferða stjórnarmanna á stjórnarfundi. Miklar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins en fyrir fundinum lágu breytingar á mörgum lagagreinum. Ný lög Gígjunnar eru komin undir linkinn “Lög” og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þau vel. Í fundargerðinni er hægt að sjá með skýrum hætti hvaða breytingar voru lagðar fram og samþykktar. Ragna Jóna Helgadóttir frá Kvennakór Hafnafjarðar gaf fundarmönnum greinargóða lýsingu á síðasta landsmóti sem haldið var í Hafnarfirði árið 2005. Fulltrúar frá Kvennakór Hornafjarðar kynntu Kvennakór Hornafjarðar og Hornafjörð en í vor verður næsta landsmót Gígjunnar haldið þar. Þuríður Pétursdóttir sagði frá Norrænu kvennakóramóti sem haldið verður í Noregi í apríl. Fundargerðin inniheldur einnig nokkrar myndir frá fundinum, kíkið á!
Lesa meira

Kvennakór Garðabæjar í æfingabúðum í Skálholti

11. febrúar 2008

Listrænn metnaður, sönggleði og vinátta; þessi þrenning hélst í hendur hjá Kvennakór Garðabæjar og stjórnanda þeirra Ingibjörgu Guðjónsdóttur í æfingabúðum í Skálholti helgina 2.- 3. febrúar. Ferð í æfingabúðir snemma í febrúar ár hvert hefur fest sig rækilega í sessi hjá Kvennakór Garðabæjar og nokkur undanfarin ár hefur Skálholt orðið fyrir valinu enda staðurinn hinn ákjósanlegasti, gott hljóðfæri og æfingasalur, notalegar vistarverur og prýðilegt eldhús, auk þess sem sagan lúrir við hvert fótmál. Lesið nánar um velheppnaðar æfingabúðir kórsins í þessari frétt.

Æfingabúðapistill 2008 frá Kvennakór Garðabæjar
Skálholtsstaður var alhvítur og ægifagur þegar komið var austur í heiðskíru veðri á laugardagsmorgni. Strax var hafist handa við að koma vistum helgarinnar fyrir í eldhúsi staðarins en það vita þær einar sem reynt hafa hversu gífurlega lystaukandi það er að syngja af list og innlifun heila helgi. Eftir kaffisopa og aðra hressingu voru nótnablöðin dregin fram og stjórnandinn hóf að æfa sínar konur. Megináherslan var að þessu sinni á valda kafla úr hinu undurfagra Stabat Mater eftir Pergolesi sem ætlunin er að flytja í Kristskirkju sunnudaginn 20. apríl, auk annarra kirkjulegra verka sem einnig eru hvert öðru yndislegra.

Að venju var fjölbreytt framboð af skemmtiatriðum, s.s. bröndurum, ferðasögu með eftirá viðbættum lýsingarorðum og 60+ klúbburinn brá ekki út af þeirri venju að fíflast. Nú skyggnust þær inn í framtíðina og settu á svið 30. vortónleika kórsins árið 2030 undir stjórn núverandi stjórnanda sem leikinn var af frænku. Allar voru þær enn í kórnum enda hafa stofnfélagar á öllum aldri verið þaulsætnir. Stjórnandinn hefur heldur ekki talið ástæðu til að amast við því á meðan kórinn hefur það orð á sér að hljómur hans sé “æskutær”. Þegar þarna var komið sögu voru þó komin talsverð ellimörk ef ekki elliglöp á hópinn enda meðalaldurinn orðinn 92,4 ár. Göngugrind, hækjum o.fl. hjálpartækjum hafði verið smyglað inn á staðinn af mikilli útsjónarsemi. Söngur hópsins hefði þó seint ratað á plötu en m.a. sungu þær hið hugljúfa lag Krummi - án fyrsta sóprans sem af augljósum ástæðum fyrirfannst ekki í hópnum. Ljóðið höfðu þær einnig afbakað miskunnarlaust og lagað að aðstæðum: Svívirtu ekki söngva þá sem signum brjóstum koma frá. Því söngelsk hjörtu í sumum slá þótt gráum hárum skarti. Gráum hárum und’ skotthúfunum skarti. Sumum hvíla þau álög á aldrei fögrum tóni að ná, þó að þær eigi enga þrá aðra en þá að syngja. Standa uppi á sviðinu og syngja. Fegri tóna hún ekki á og aldrei mun hún fegri ná. Með brostinni röddu hún baula má uns gangráðurinn brestur. Gormurinn í gangráðinum brestur. Þótt háttatími drægist á langinn hjá sumum voru þó allar mættar tímanlega á sunnudagsmorgni í morgunverð sem hvert fimm stjörnu hótel hefði verið fullsæmt af. Með uppsöng í æfingasal tókst síðan þokkalega að fríska rykug raddbönd og ná upp þeim “æskutæra”. Innan skamms kom píanóleikari kórsins brunandi austur og stjórnandinn gat einbeitt sér að því að stjórna og hlusta grannt eftir afrakstri laugardagsvinnunnar. Stoltið leyndi sér ekki enda hafði verið vel unnið og verkin óðum að taka á sig mynd. Með stuttu hádegishléi var síðan æft stíft fram að brottför klukkan þrjú en þá stóð rúta á hlaðinu ásamt bílstjóra sem með lagni kom kór og stjórnanda heilum heim á viðsjálum vegi, í hálku og skafrenningi. Eins og sagði í upphafi pistils eru metnaður, sönggleði og vinátta í fyrirrúmi á helgum sem þessum. Æfingabúðir eru ekki eingöngu til þess fallnar að slípa efnisskrá næstu tónleika; samvera helgarinnar skerpir á samkennd hópsins og hnýtir vináttuböndin svo um munar. Kórkonur þakka hver annarri frábæra samveru, þær þakka Bryndísi kórkonu fyrir að hjálpa stjórnandanum við raddæfingar og þær þakka Sólveigu Önnu píanóleikara fyrir ljúfmennsku og leikni við hljóðfærið. Síðast en ekki síst er stjórnandanum Ingibjörgu þakkað fyrir þrotlausa þolinmæði og alúð við að koma kórkonum í skilning um grundvallaratiði kórsöngs. Fagur samhljómur byggist ekki hvað síst á því að koma hljómmyndun sem lengst upp í höfuðið, með aðstoð þindar og raddbanda og annarra óáþreifanlegra líffæra. Ef þetta samspil virkar ekki fæst aldrei hinn eini sanni tónn, þótt nótur og textar séu á hreinu. Aldeilis ekki einfalt mál en að þessu er stöðugt unnið. Og nú er bara eitt ár í næstu æfingabúðir.

Kokkur staðarins sá hópnum síðan fyrir staðgóðri súpu og heimabökuðu brauði í hádeginu og að máltíð lokinni var dálítill frjáls tími sem konur gátu notað að eigin vild. Þær alhörðustu klæddust ullarbrókum og örkuðu um í vetrarfrostinu sem ekki virtist þó ná neinum tuttugu gráðum eins og spáð hafði verið. Aðrar komu sér notalega fyrir í betri stofunni með kaffibolla og enn aðrar nýttu frítímann undir sæng og fengu sér “kríu” fyrir næstu æfingalotu. Hjá herbergisfélögunum á Níunni varð hádegislúrinn reyndar eilítið lengri en lagt var upp með. Þeirra var þó fljótt saknað í annars þéttskipuðum Altinum, eftir að æfingar hófust að nýju, og voru þær blíðlega vaktar af værum blundi. Þannig leið dagurinn við söng, síðdegishressingu og meiri söng þar til komið var að því að skreyta salinn fyrir kvöldverð og kvöldvöku. Matseðillinn samanstóð af lystagóðu lambakjöti og eftirrétti, að hætti hússins, en auk þess lét ein kórkonan sig ekki muna um að draga upp úr pússi sínu afar ljúffengan forrétt handa öllum hópnum; grafna gæs sem hreinlega bráðnaði í munni. Með kræsingunum drukku kórkonur það sem hverri og einni líkaði best.

Lesa meira

Kvennakór Hornafjarðar undirbýr næsta landsmót Gígjunnar og opnar vefsetur

7. febrúar 2008
Það má víst með sanni segja að félagsmenn Kvennakórs Hornafjarðar hafi í nógu að snúast þessa dagana. Þær standa í ströngu við að undirbúa næsta landsmót Gígjunnar sem haldið verður á Hornafirði 25. – 27. apríl. Búist er við því að um 300 söngkonur sæki mótið en þessa dagana eru kórar að ganga frá staðfestingargjaldi fyrir sína félagsmenn. Hér vinstra megin á vefsetrinu undir linknum "Landsmót" er að finna allar upplýsingar um mótið á Hornafirði. Kvennakór Hornafjarðar opnaði á dögunum vefsetur sem hefur að geyma allar upplýsingar um kórinn. Á vefsetrinu er m.a. að finna upplýsingar um: félagatal, stjórn og nefndir, kórstjóra og undirleikara kórsins. Einnig er á vefsetrinu fréttir af kórstarfinu, myndir og úrdráttur úr sögu kórsins svo nokkur dæmi séu tekin. Við óskum Kvennakór Hornafjarðar til hamingju með glæsilegt vefsetur og hvetjum ykkur til þess að kíkja inn á síðuna; http://www.hornafjordur.is/kvennakor

Lesa meira

Kórahátíð í Makedóníu 22. til 25. ágúst 2008

6. febrúar 2008
Haldin verður kórahátíð í Makedóníu 22. til 25. ágúst 2008. Aðildarkórum Gígjunnar hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að taka þátt. Kórahátíðin skiptist niður í þrjá hópa: Hópur A – barnakórar (2/3 félaga verða að vera undir 15 ára aldri). Hópur B – unglingakórar (2/3 félaga verða að vera undir 25 ára aldri). Hópur C –kórar fyrir fullorðna (2/3 félaga verða að vera eldri en 25 ára). Á hátíðinni mun hver kór flytja 15-20 mín. dagskrá. Hver kór mun fá dóma fyrir sína frammistöðu og veitt verða verðlaun í nokkrum flokkum. Skráningarfrestur rennur út 1. maí 2008. Með umsókn um þátttöku verður að fylgja stutt frásögn af starfi kórsins í gegnum árin, mynd af kórnum og stjórnanda hans og upptaka (ekki eldri en 2ja ára). Þeir kórar sem komast að eru beðnir um að greiða 10 evrur fyrir hvern þátttakanda fyrir 1. júní 2008. Nánari upplýsingar um þessa kórahátíð er að finna á vefsetrinu: http://www.ohridchoirfestival.com

Boðsbréf frá Aleksandar Dimoski
From: Ohrid City Choir Subject: Invitation and Information - Ohrid Choir Festival Dear friends, I invite you to participate in Ohrid Choir Festival. All necessary information about incoming Ohrid Choir Festival can be found on www.ohridchoirfestival.com Please share this information with all choirs you know. Best regards, Aleksandar Dimoski ohrid_choir(hjá)yahoo.com
Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 132
    • 133
    • 134
    • 135
    • 136
    • 137
    • 138
    • 139
    • 140
    • 141
    • 142
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra