Senjórítukórinn heldur hausttónleika sína í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 27. október kl. 15. Á dagskrá eru létt og skemmtileg lög, íslensk og erlend, meðal annars eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni, Braga Valdimar Skúlason, Sigfús Halldórsson, Magnús Eiríksson, Bjartmar Guðlaugsson, Irving Berlin og Abba. Aðgangur kostar 3000 kr. en það er frítt fyrir börn.
Í Senjórítukórnum eru um sjötíu konur á eftirlaunaaldri; stjórnandi þeirra er Ágota Joó. Á tónleikunum hafa þær með sér þriggja manna hljómsveit sem Vilberg Viggósson stjórnar.
Laugardaginn 27. október mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Af ást og öllu hjarta í Háteigskirkju. Kvennakórinn Vox feminae er 25 ára um þessar mundir og eru tónleikarnir liður í dagskrá afmælisárs Á efnisskrá eru verk eftir íslensk samtímatónskáld og er heiti tónleikanna tekið úr einu þeirra sem er eftir Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur, en hún hefur samið þrjú verk sérstaklega fyrir kórinn og verða þau öll flutt á þessu afmælisári. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. . Hægt er að nálgast miða hjá kórfélögum en einnig verða miðar seldir við inngang á tónleikadegi. Miðaverð er 2.000 krónur..
Laugardaginn 20. október kl. 13 verður aðalfundur Gígjunnar haldinn í Söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116, Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar.
3. Umræða um skýrslu og reikninga.
4. Tillögur og lagabreytingar.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Kosning formanns.
7. Kosning stjórnar og varamanna.
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.
Aðildakórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn. Við viljum vekja athygli á að hver kór getur sent eins marga fulltrúa og hann vill á fundinn. Tveir fulltrúar hvers aðildarkórs hafa atkvæðisrétt á aðalfund skv. lögum Gígjunnar.
Einnig bráðvantar konur í stjórn Gígjunnar, tekið er á móti tilnefningum i gegn um netfang samtakanna.
Hlökkum til að sjá sem flestar.
Með bestu kveðjum frá stjórn Gígjunnar:
Kolbrún, Kvennakór Reykjavíkur
Una Þórey, Kvennakór Akureyrar
Astrid, Kvennakór Reykjavíkur
Hólmfríður, Heklunum
Hanna, Kvennakór Hornafjarðar
Kórinn heldur upp á þrítugs afmæli sitt á næsta ári og hefur verið með fjölbreytt efni allt frá rokki til íslenskra ættjarðarsöngva og hikar ekki við að takast á við nýjar áskoranir. Í kórnum eru um það bil 40 hressar konur á öllum aldri.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira hafðu þá samband við Olgu í síma 892 5357 eða
Margréti Hörpu í síma 868 2543.
Eldri fréttir
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Skrýtið og skemmtilegt - Heklurnar