Kæru Gígjufélagar
Hér eru fréttir af Íslenska kvennakórnum í Kaupmannahöfn.
Við frumfluttum Stökur á kvennadeginum hér í Kaupmannahöfn. Dagurinn var haldinn í Jónshúsi sem er hús okkar Íslendinga hér í Köben. Það gekk mjög vel og frábært að vera með í frumflutning sem líka fer fram hinum megin við Atlandshafið.
Vorið er komið hér í Kaupmannahöfn og að morgni föstudaginn 27. mars, hoppuðum við í lest til Stokkhólms, með vor í æðum. Við vorum á leið til Stokkhólms, þar sem sjö íslenskir kórar hittust til að syngja og skemmta sér saman. Það eru kórar frá Osló, Lundi, Gautaborg, London, Stokkhólm og tveir kórar frá Kaupmannahöfn, við og Staka. Allir kórarnir eru blandaðir kórar nema við.
Þegar við nálguðumst Stokkhólm byrjaði að snjóa og það ágerðist. Þetta var eins og að ferðast aftur í tíman inní veturinn. En við konur höfum svo mikla aðlögunarhæfni :-) svo við brostum bara útaf eyrum og skemmtum okkur konunglega. Mjög vel heppnað mót. Við byrjuðum tónleikana og sungum Stökur fyrst. Það var mjög vel heppnað.
Kærar kveðjur hér frá Íslenska kvennakórnum í Kaupmannahöfn.
Steinunn formaður