Hörpur og strengir
Tónleikar Vox feminae í Seltjarnarneskirkju
sunnudaginn 2. apríl kl. 20:30
Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 2. apríl kl. 20:30 og bera þeir yfirskriftina Hörpur og strengir. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af klassískum evrópskum og íslenskum verkum, allt frá 17. öld fram til okkar daga. Með kórnum kemur fram glæsilegur hópur tónlistarkvenna, þær Guðný Einarsdóttir, orgel/píanó, Bryndís Björgvinsdóttir, selló, Elísabet Waage, harpa, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Ásdís H. Runólfsdóttir, víóla og Laufey Sigurðardóttir, fiðla.
Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir.