Kvennakórinn Uppsveitasystur var stofnaður á vordögum 2006, nánar tiltekið þann 24. apríl, með það að markmiði að konur gætu komið saman til að syngja og skemmta sér. Kórinn hefur komið reglulega fram á tónleikum við ýmis tilefni og tekið þátt í kóramótum, síðast í fyrravor á Selfossi.
Kórinn syngur allskonar tónlist og hefur fengið allskonar hljóðfæraleikara og einsöngvara til liðs við sig. Þetta vorið verða tónleikar Uppsveitarsystra miðvikudagskvöldið 2. maí kl. 20:30 í Félagsheimilinu á Flúðum og koma fram með kórnum dansarar, einsöngvari og hljóðfæraleikari. Heiti tónleikanna er "Uppsveitasystur í tangó takti".
Nú eru starfandi 20 konur í kórnum. Formaður kórsins er Sigríður Runólfsdóttir og stjórnandi Gróa Hreinsdóttir.