Jóladiskur Léttsveitar Reykjavíkur „Amma engill“ er kominn út, með 15 fallegum jólalögum undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Kórinn skipa 120 flottar konur sem sungið hafa víða bæði hérlendis og erlendis. Nýverið söng kórinn inn jólin í Hörpu, fyrstur allra kóra. Einsöngvarar með kórnum eru Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir, hljóðfæraleik annast Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó, Kjartan Guðnason slagverk og Tómas R. Einarsson bassa. Fallegur diskur sem kemur öllum í jólaskap. Amma engill jóladiskurinn fæst í 12 tónum. Allir nánari upplýsingar fást hjá Jóhönnu V. Þórhallsdóttur í síma 8999227, í síma Léttsveitarinnar 897 1885 og í tölvupósti á netfangi kórsins.