Það er óhætt að segja að líf og fjör einkenni nú starfsemi kvennakórs Hornafjarðar. Á laugardaginn 1. desember verður hulunni lyft af hinu árlega dagatali kvennakórs Hornafjarðar en það verður til sölu ásamt vöfflum og heitu súkkulaði á árlegum jólamarkaði Hornfirðinga í Nýheimum. Sunnudaginn 2. desember kl 17.00 syngur svo kórinn þegar ljós verða tendruð á jólatré bæjarins. Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir miðvikudaginn 5. desember kl 20.00 í Nýheimum á Höfn. Fram koma Kvennakór Hornafjarðar ásamt krökkum úr Grunnskóla Hornafjarðar og hljóðfæraleikurum. Stjórnandi kórsins er Svavar Sigurðsson og undirleikari er Jónína Einarsdóttir.
Það er óhætt að segja að líf og fjör einkenni nú starfsemi kvennakórs Hornafjarðar. Á laugardaginn 1. desember verður hulunni lyft af hinu árlega dagatali kvennakórs Hornafjarðar en það verður til sölu ásamt vöfflum og heitu súkkulaði á árlegum jólamarkaði Hornfirðinga í Nýheimum. Sunnudaginn 2. desember kl 17.00 syngur svo kórinn þegar ljós verða tendruð á jólatré bæjarins. Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir miðvikudaginn 5. desember kl 20.00 í Nýheimum á Höfn. Fram koma Kvennakór Hornafjarðar ásamt krökkum úr Grunnskóla Hornafjarðar og hljóðfæraleikurum. Stjórnandi kórsins er Svavar Sigurðsson og undirleikari er Jónína Einarsdóttir.Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar 5. desember
Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða miðvikudaginn 5. desember kl 20.00 í Nýheimum á Höfn. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, rammíslensk jólalög í bland við erlenda smelli. Stjórnandi kórsins er Svavar Sigurðsson og píanóleikari er Jónína Einarsdóttir. Að vanda er boðið upp á tertuhlaðborð þar sem borðin svigna undan hnallþórum og brauðréttum af ýmsum gerðum. Á liðnum árum hefur áhorfendafjöldi aukist svo að ljóst er að tónleikar kórsins skipa veglegan sess á aðventu bæjarbúa. Á tónleikunum verða hljóðfæraleikarar og krakkar úr grunnskólanum sem syngja með kórnum. Hægt verður að nálgast dagatölin vinsælu á tónleikunum þar sem þau verða til sölu við innganginn. Miðverð er stillt í hóf og er það 1500 kr fyrir fullorðna en ungmenni yngri en 12 ára fá frítt á tónleikana. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Það er óhætt að segja að líf og fjör einkenni nú starfsemi kvennakórs Hornafjarðar. Á laugardaginn 1. desember verður hulunni lyft af hinu árlega dagatali kvennakórs Hornafjarðar en það verður til sölu ásamt vöfflum og heitu súkkulaði á árlegum jólamarkaði Hornfirðinga í Nýheimum. Sunnudaginn 2. desember kl 17.00 syngur svo kórinn þegar ljós verða tendruð á jólatré bæjarins. Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir miðvikudaginn 5. desember kl 20.00 í Nýheimum á Höfn. Fram koma Kvennakór Hornafjarðar ásamt krökkum úr Grunnskóla Hornafjarðar og hljóðfæraleikurum. Stjórnandi kórsins er Svavar Sigurðsson og undirleikari er Jónína Einarsdóttir.Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar 5. desember
Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða miðvikudaginn 5. desember kl 20.00 í Nýheimum á Höfn. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, rammíslensk jólalög í bland við erlenda smelli. Stjórnandi kórsins er Svavar Sigurðsson og píanóleikari er Jónína Einarsdóttir. Að vanda er boðið upp á tertuhlaðborð þar sem borðin svigna undan hnallþórum og brauðréttum af ýmsum gerðum. Á liðnum árum hefur áhorfendafjöldi aukist svo að ljóst er að tónleikar kórsins skipa veglegan sess á aðventu bæjarbúa. Á tónleikunum verða hljóðfæraleikarar og krakkar úr grunnskólanum sem syngja með kórnum. Hægt verður að nálgast dagatölin vinsælu á tónleikunum þar sem þau verða til sölu við innganginn. Miðverð er stillt í hóf og er það 1500 kr fyrir fullorðna en ungmenni yngri en 12 ára fá frítt á tónleikana. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.