Kvennakórinn Ymur verður með vortónleika 20. maí kl. 20 í sal tónlistarskólans, Tónbergi. Þeir bera heitið "sumar er í sveitum". Stjórnandi kórsins er Sigríður Elliðadóttir og undirleikari er Zsuzsanna Budai.
Á dagskrá eru meðal annars dægurlög, íslensk ættjarðarlög og þjóðlög eftir Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson og útsetningar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.
Í hléi verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Aðgangseyrir er 1.500 kr.