Kvennakór Kópavogs er nýkominn heim frá Búdapest þar sem hann tók þátt í kórakeppninni Musica Mundi. Kórinn bloggaði á meðan á þessari ferð stóð en það er skemmst frá því að segja að kórinn kom heim með silfur diplómu og frábæra reynslu. Hér er öll ferðasagan.Fréttatilkynning frá Kvennakór Kópavogs
Þegar Kvennakór Kópavogs var stofnaður fyrir fimm árum, af Natalíu Chow Hewlett sem stjórnar kórnum enn í dag, var markmið sett um að fara í kórakeppnina Musica Mundi í Budapest vorið 2007. Keppnin var haldin í apríl síðastliðin, Kvennakór Kópavogs tók þátt eins og stefnt hefur verið að leynt og ljóst. Kórinn æfði stíft fyrir keppnina enda ekki annað við hæfi en að vera landi, þjóð og bæjarfélagi til sóma á erlendri grund. Af 35 meðlimum kórsins komust 32 með til Búdapest og er það frábær þátttaka. Keppnin fór fram í nýju tónlistarhöllinni Palace of Arts, ekki væri nú verra að eiga eina slíka í Kópavoginum. Alls kepptu 47 kórar frá 20 löndum í Musica Mundi í þetta sinn og voru margir þeirra stórkostlegir. Kórunum var skipt upp í marga mismunandi flokka, eftir getu og tegund kórs og síðan gaf dómnefnd stig eftir frammistöðu. Stigagjöf frá dómurum var frá 1 stigi upp í 30. Þess má geta að sigurvegarar keppninnar, ungverskur barnakór, fengu 27 stig. Keppnin reyndi vel á taugar, en íslenskar konur eru valkyrjur og það þarf nú meira en alþjóðlega kórakeppni til að koma þeim úr jafnvægi. Því þótti kórkonum sérkennilegt að sjá keppinautana koma hágrátandi af sviði. Kórkonur tóku þetta með trompi og létu stressið ekki ná taki á sér. Það er engu líkt að fá að þenja barkann á slíkum stað sem Palace of Arts er í Búdapest og því um að gera að njóta stundarinnar enda upplifun sem gleymist seint. Í Búdapest söng kórinn á kínversku, ungversku, ensku og auðvitað íslensku og var vel tekið af þeim sem á hlustuðu. Kvennakór Kópavogs fékk 14 stig sem gaf kórnum Silfur Diplóm. Þetta þykir mjög góður árangur hjá kór sem aðeins er fimm ára gamall og er að taka þátt í kórakeppni í fyrsta sinn. Kórkonur eru því ákaflega stoltar af afrekinu. Að keppni lokinni hitti kórinn ræðismann Íslands í Ungverjalandi, Ferenc Utassy, sem var virkilega ánægður fyrir okkar hönd og tjáði okkur að við værum fyrsti íslenski kórinn til að taka þátt í þessari keppni í Búdapest. Konur eru til margs megnugar og það sannaðist í þessari ferð. Allur hópurinn var til sóma í alla staði og félagsskapurinn frábær. Við erum flestar vel sigldar, eins og þeir sögðu í denn, en þetta var einstök ferð og hlökkum við mikið til næstu ferðar, hvert sem haldið verður. Kórkonur vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til Avon fyrir rausnarlegan stuðning til ferðarinnar. Nánari upplýsingar um Kvennakór Kópavogs er að finna á bloggsíðu kórsins, www.kvennakorkopavogs.bloggar.is Þær sem hafa áhuga á að bætast í þennan frábæra hóp kórkvenna geta sett sig í samband við Dröfn í síma 554 5186 og 862 2022 eða með tölvupóst á netfangið kvennakor(hjá)visir.is
Þegar Kvennakór Kópavogs var stofnaður fyrir fimm árum, af Natalíu Chow Hewlett sem stjórnar kórnum enn í dag, var markmið sett um að fara í kórakeppnina Musica Mundi í Budapest vorið 2007. Keppnin var haldin í apríl síðastliðin, Kvennakór Kópavogs tók þátt eins og stefnt hefur verið að leynt og ljóst. Kórinn æfði stíft fyrir keppnina enda ekki annað við hæfi en að vera landi, þjóð og bæjarfélagi til sóma á erlendri grund. Af 35 meðlimum kórsins komust 32 með til Búdapest og er það frábær þátttaka. Keppnin fór fram í nýju tónlistarhöllinni Palace of Arts, ekki væri nú verra að eiga eina slíka í Kópavoginum. Alls kepptu 47 kórar frá 20 löndum í Musica Mundi í þetta sinn og voru margir þeirra stórkostlegir. Kórunum var skipt upp í marga mismunandi flokka, eftir getu og tegund kórs og síðan gaf dómnefnd stig eftir frammistöðu. Stigagjöf frá dómurum var frá 1 stigi upp í 30. Þess má geta að sigurvegarar keppninnar, ungverskur barnakór, fengu 27 stig. Keppnin reyndi vel á taugar, en íslenskar konur eru valkyrjur og það þarf nú meira en alþjóðlega kórakeppni til að koma þeim úr jafnvægi. Því þótti kórkonum sérkennilegt að sjá keppinautana koma hágrátandi af sviði. Kórkonur tóku þetta með trompi og létu stressið ekki ná taki á sér. Það er engu líkt að fá að þenja barkann á slíkum stað sem Palace of Arts er í Búdapest og því um að gera að njóta stundarinnar enda upplifun sem gleymist seint. Í Búdapest söng kórinn á kínversku, ungversku, ensku og auðvitað íslensku og var vel tekið af þeim sem á hlustuðu. Kvennakór Kópavogs fékk 14 stig sem gaf kórnum Silfur Diplóm. Þetta þykir mjög góður árangur hjá kór sem aðeins er fimm ára gamall og er að taka þátt í kórakeppni í fyrsta sinn. Kórkonur eru því ákaflega stoltar af afrekinu. Að keppni lokinni hitti kórinn ræðismann Íslands í Ungverjalandi, Ferenc Utassy, sem var virkilega ánægður fyrir okkar hönd og tjáði okkur að við værum fyrsti íslenski kórinn til að taka þátt í þessari keppni í Búdapest. Konur eru til margs megnugar og það sannaðist í þessari ferð. Allur hópurinn var til sóma í alla staði og félagsskapurinn frábær. Við erum flestar vel sigldar, eins og þeir sögðu í denn, en þetta var einstök ferð og hlökkum við mikið til næstu ferðar, hvert sem haldið verður. Kórkonur vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til Avon fyrir rausnarlegan stuðning til ferðarinnar. Nánari upplýsingar um Kvennakór Kópavogs er að finna á bloggsíðu kórsins, www.kvennakorkopavogs.bloggar.is Þær sem hafa áhuga á að bætast í þennan frábæra hóp kórkvenna geta sett sig í samband við Dröfn í síma 554 5186 og 862 2022 eða með tölvupóst á netfangið kvennakor(hjá)visir.is