Geislaplatan Léttsveit Reykjavíkur var gefin út þegar kórinn var að ljúka sínu tíunda starfsári og inniheldur upptökur frá ýmsum tónleikum hinnar fjölmennu og fjörugu sveitar.
Eins og nafnið ber með sér eru þetta léttar konur (120 talsins um 7 tonn alls) sem syngja helst létt lög undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Tónleikarnir fimm sem heyrist frá eru Græna sveiflan, Fljóð og funi, Írska sveiflan, 100 raddir á tíu ára afmæli og Suður um höfin. Ekki spillir að heyra undirtektir áheyrenda milli laga.
Léttsveitin á því láni að fagna að hafa Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem píanóleikara og útsetjara og hefur hún útsett fjölda laga fyrir kórinn. Einnig hefur Tómas R. Einarsson verið fastur undirleikari á tónleikum. Svo hafa Rússíbanar, Matti Kallio, Vilma Young Eggert Pálsson, Einar Kr. Einarsson, Kristinn H. Árnason og Gunnar Hrafnsson leikið með kórnum að ógleymdri Stínu Bongó sem er í Léttsveitinni.
Þetta er léttur og áheyrilegur diskur sem flestir ættu að hafa gaman af að eiga.
Diskurinn er til sölu hjá lettsveit(hjá)lettsveit.is eða í Léttsveitargemsanum 897 1885 og kostar 1.200.- krónur.
Eins og nafnið ber með sér eru þetta léttar konur (120 talsins um 7 tonn alls) sem syngja helst létt lög undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Tónleikarnir fimm sem heyrist frá eru Græna sveiflan, Fljóð og funi, Írska sveiflan, 100 raddir á tíu ára afmæli og Suður um höfin. Ekki spillir að heyra undirtektir áheyrenda milli laga.
Léttsveitin á því láni að fagna að hafa Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem píanóleikara og útsetjara og hefur hún útsett fjölda laga fyrir kórinn. Einnig hefur Tómas R. Einarsson verið fastur undirleikari á tónleikum. Svo hafa Rússíbanar, Matti Kallio, Vilma Young Eggert Pálsson, Einar Kr. Einarsson, Kristinn H. Árnason og Gunnar Hrafnsson leikið með kórnum að ógleymdri Stínu Bongó sem er í Léttsveitinni.
Þetta er léttur og áheyrilegur diskur sem flestir ættu að hafa gaman af að eiga.
Diskurinn er til sölu hjá lettsveit(hjá)lettsveit.is eða í Léttsveitargemsanum 897 1885 og kostar 1.200.- krónur.