Kórferðir á Íslendingaslóðir í Vesturheimi hafa löngum verið vinsælar hjá íslenskum kórum enda hafa þeir notið mikillar gestrisni heimamanna.
Ferða- og fræðslunefnd Þjóðræknisfélags Íslendinga (ÞFÍ) hefur séð um að skipuleggja hópferðir í samráði við félög Íslendinga í Vesturheimi en þau eru nú á þriðja tug um gervallt Vestur-Kanada og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Algengir áfangastaðir íslenskra kóra hafa verið Mountain og Gimli en félagið kappkostar að fjölga áfangastöðum. Íslenskir kórar geta nú farið á Íslendingaslóðir t.d. í San Francisco, Seattle, Vancouver, Edmonton, Calgary, Winnipeg og Minneapolis svo dæmi séu tekin. Eins og gefur að skilja er nauðsynlegt að skipuleggja þessar ferðir með góðum fyrirvara. Þeir kórar sem áhuga hafa á slíkri ferð er bent á að hafa samband við Jónas Þór, tölvupóstföng: jtor@mmedia.is og Jonas.Thor@eu.dodea.edu. Frekari upplýsingar um ÞFÍ má finna á vefsetrinu: http://www.inl.is/
Ferða- og fræðslunefnd Þjóðræknisfélags Íslendinga (ÞFÍ) hefur séð um að skipuleggja hópferðir í samráði við félög Íslendinga í Vesturheimi en þau eru nú á þriðja tug um gervallt Vestur-Kanada og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Algengir áfangastaðir íslenskra kóra hafa verið Mountain og Gimli en félagið kappkostar að fjölga áfangastöðum. Íslenskir kórar geta nú farið á Íslendingaslóðir t.d. í San Francisco, Seattle, Vancouver, Edmonton, Calgary, Winnipeg og Minneapolis svo dæmi séu tekin. Eins og gefur að skilja er nauðsynlegt að skipuleggja þessar ferðir með góðum fyrirvara. Þeir kórar sem áhuga hafa á slíkri ferð er bent á að hafa samband við Jónas Þór, tölvupóstföng: jtor@mmedia.is og Jonas.Thor@eu.dodea.edu. Frekari upplýsingar um ÞFÍ má finna á vefsetrinu: http://www.inl.is/