Haustvaka, hinn árlegi menningarviðburður í Garðabæ, verður haldin sjöunda árið í röð fimmtudaginn 11. október kl. 20.00 í Kirkjuhvoli. Á Haustvökunni stígur á stokk hópur listamanna sem tengjast Garðabæ á einn eða annan hátt. Kvennakór Garðabæjar syngur undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur og verða fyrir valinu íslensk sönglög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Á boðstólum verða léttar veitingar. Aðgangseyrir er 1500 kr. en 1200 kr. fyrir lífeyrisþega. Verið hjartanlega velkomin!Fréttatilkynning frá Kvennakór Garðabæjar
Haustvaka, hinn árlegi menningarviðburður í Garðabæ, verður haldin sjöunda árið í röð fimmtudaginn 11. október kl. 20.00 í Kirkjuhvoli. Á Haustvökunni stígur á stokk hópur listamanna sem tengjast Garðabæ á einn eða annan hátt. Líkt og áður mun Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur stjórna kvöldinu af sinni alkunnu snilld. Karl Ágúst Úlfsson leikari og núverandi bæjarlistamaður Garðabæjar hefur tekið að sér að lesa gestum pistilinn! Alma Guðmundsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir úr sönghópnum Nylon flytja nokkur lög og einnig leikur Berglind Bergmann nemandi í píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir gesti. Að sjálfsögðu mun Kvennakór Garðabæjar syngja undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur og verða fyrir valinu íslensk sönglög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldsins. Píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Á boðstólum verða léttar veitingar að hætti kórkvenna en ætíð hefur náðst að skapa sannkallaða kaffihúsastemmningu. Aðgangseyrir er 1500 kr. en 1200 kr. fyrir lífeyrisþega. Gestum er ráðlagt að mæta tímanlega því undanfarin ár hefur aðsóknin verið það mikil að færri hafa komist að en vilja. Verið hjartanlega velkomin! Kvennakór Garðabæjar og menningar- og safnanefnd bæjarins standa að Haustvökunni. Á síðasta ári skrifaði kvennakórinn undir samstarfssamning við Garðabæ til þriggja ára og er Haustvakan hluti af þeim samningi. Kvennakór Garðabæjar heldur uppi glæsilegri heimasíðu, http://www.kvennakor.is/ þar sem lesa má um Haustvökuna og aðra starfsemi kórsins.
Haustvaka, hinn árlegi menningarviðburður í Garðabæ, verður haldin sjöunda árið í röð fimmtudaginn 11. október kl. 20.00 í Kirkjuhvoli. Á Haustvökunni stígur á stokk hópur listamanna sem tengjast Garðabæ á einn eða annan hátt. Líkt og áður mun Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur stjórna kvöldinu af sinni alkunnu snilld. Karl Ágúst Úlfsson leikari og núverandi bæjarlistamaður Garðabæjar hefur tekið að sér að lesa gestum pistilinn! Alma Guðmundsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir úr sönghópnum Nylon flytja nokkur lög og einnig leikur Berglind Bergmann nemandi í píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir gesti. Að sjálfsögðu mun Kvennakór Garðabæjar syngja undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur og verða fyrir valinu íslensk sönglög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldsins. Píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Á boðstólum verða léttar veitingar að hætti kórkvenna en ætíð hefur náðst að skapa sannkallaða kaffihúsastemmningu. Aðgangseyrir er 1500 kr. en 1200 kr. fyrir lífeyrisþega. Gestum er ráðlagt að mæta tímanlega því undanfarin ár hefur aðsóknin verið það mikil að færri hafa komist að en vilja. Verið hjartanlega velkomin! Kvennakór Garðabæjar og menningar- og safnanefnd bæjarins standa að Haustvökunni. Á síðasta ári skrifaði kvennakórinn undir samstarfssamning við Garðabæ til þriggja ára og er Haustvakan hluti af þeim samningi. Kvennakór Garðabæjar heldur uppi glæsilegri heimasíðu, http://www.kvennakor.is/ þar sem lesa má um Haustvökuna og aðra starfsemi kórsins.