Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar verða haldnir í Akureyrarkirkju 30. maí kl. 15.00. Stjórnandi tónleikanna er Daníel Þorsteinsson og undirleikari á píanó er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá með lögum úr ýmsum áttum.
Miðaverð er 1500 krónur og frítt er fyrir 12 ára og yngri. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að taka á móti greiðslukortum.
Kvennakór Akureyrar var stofnaður á vordögum 2001. Í honum starfa að jafnaði um 70 konur frá Akureyri og nærsveitum. Frá haustinu 2008 er formaður kórsins Snæfríð Egilson og stjórnandi frá því í janúar 2009 er Daníel Þorsteinsson.
Kórinn gaf út sinn fyrsta geisladisk vorið 2008, hann ber nafnið Sólardans á vori og er fáanlegur hjá kórfélögum, hjá Ragnhildi í síma 896 2273 og í netfangi kórsins kvak(hjá)kvak.is.