Kvennakór Kópavogs heldur upp á tíu ára starfsafmæli með veglegum tónleikum í Salnum í Kópavogi á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 20:00.
Þar munu ástin og vorið svífa yfir vötnum og bægja frá vetri og kulda en kórinn mun flytja alíslenska dagskrá sem spannar allt frá þjóðlögum til dægurlaga samtímans.
Stjórnandi Kvennakórs Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir og undirleikari er Helgi Már Hannesson.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. og miðar eru seldir á midi.is.