Það hefur verið nóg að gera hjá Kvennakór Reykjavíkur undanfarið, þær eru nýkomnar heim úr kórferðalagi og svo hafa þær einnig gefið út nýjan geisladisk.
Kvennakór Reykjavíkur mun halda útgáfutónleika í Breiðholtskirkju laugardaginn 1. október kl. 17:00, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Sjá nánari upplýsingar og ferðasöguna í fréttatilkynningu frá kórnum.Fréttatilkynning frá Kvennakór Reykjavíkur
Dagana 19. - 25. september héldu konur úr Kvennakór Reykjavíkur í tónleikaferð til Finnlands, Eistlands og Svíþjóðar. Upphaflega var ferðinni heitið á kvennakóramót í Svíþjóð. Þegar það var fellt niður ákváðu konurnar að láta ekki deigan síga heldur héldu sitt örmót ásamt norskum stallsystrum í Tallinn í Eistlandi. Flogið var til Helsinki og þar tóku sendiherrahjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram á móti okkur. Síðan var haldið til Lahti sem er borg á stærð við Reykjavík með um 100 þúsund íbúa. Þar skoðuðum við Sibelius Hall sem er alveg frábært tónleikahús og hlustuðum á æfingu á Brandenborgarkonserti Bachs. Tónleikar voru síðan haldnir í kirkjunni í Hollola sem er bær rétt norðan við Lahti. Á leið okkar til Eistlands komum við aftur til Helsinki og héldum tónleika í Klettakirkjunni. Í Tallinn voru eins og áður sagði haldnir tónleikar með um 100 norskum kórsystrum. Til Svíþjóðar var haldið 24. september og sendiherrahjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir heimsótt. Guðrún hélt síðan með hópinn í kynnisferð um Gamla Stan. Tónleikar voru haldnir í gamla Ráðhússalnum í Uppsala. En sem sagt nú erum við komnar heim og ekki bara við heldur líka diskurinn okkar KONUR. Í tilefni af útkomu disksins mun kórinn halda tónleika í Breiðholtskirkju laugardaginn 1. október kl. 17:00. Tónleikarnir verða í senn ferðasaga í tali og tónum og kynning á diskinum. Diskurinn KONUR hefur einungis íslensk lög að geyma, þar á meðal verk sem ýmist hafa verið samin eða útsett fyrir kórinn. Má þar nefna höfundana Misti Þorkelsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Ólaf Axelsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir eru velkomnir. Með bestu kveðju, Kvennakór Reykjavíkur Vefsetur: http://kvennakorinn.is/ Netfang: kvkor@mmedia.is
Dagana 19. - 25. september héldu konur úr Kvennakór Reykjavíkur í tónleikaferð til Finnlands, Eistlands og Svíþjóðar. Upphaflega var ferðinni heitið á kvennakóramót í Svíþjóð. Þegar það var fellt niður ákváðu konurnar að láta ekki deigan síga heldur héldu sitt örmót ásamt norskum stallsystrum í Tallinn í Eistlandi. Flogið var til Helsinki og þar tóku sendiherrahjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram á móti okkur. Síðan var haldið til Lahti sem er borg á stærð við Reykjavík með um 100 þúsund íbúa. Þar skoðuðum við Sibelius Hall sem er alveg frábært tónleikahús og hlustuðum á æfingu á Brandenborgarkonserti Bachs. Tónleikar voru síðan haldnir í kirkjunni í Hollola sem er bær rétt norðan við Lahti. Á leið okkar til Eistlands komum við aftur til Helsinki og héldum tónleika í Klettakirkjunni. Í Tallinn voru eins og áður sagði haldnir tónleikar með um 100 norskum kórsystrum. Til Svíþjóðar var haldið 24. september og sendiherrahjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir heimsótt. Guðrún hélt síðan með hópinn í kynnisferð um Gamla Stan. Tónleikar voru haldnir í gamla Ráðhússalnum í Uppsala. En sem sagt nú erum við komnar heim og ekki bara við heldur líka diskurinn okkar KONUR. Í tilefni af útkomu disksins mun kórinn halda tónleika í Breiðholtskirkju laugardaginn 1. október kl. 17:00. Tónleikarnir verða í senn ferðasaga í tali og tónum og kynning á diskinum. Diskurinn KONUR hefur einungis íslensk lög að geyma, þar á meðal verk sem ýmist hafa verið samin eða útsett fyrir kórinn. Má þar nefna höfundana Misti Þorkelsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Ólaf Axelsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir eru velkomnir. Með bestu kveðju, Kvennakór Reykjavíkur Vefsetur: http://kvennakorinn.is/ Netfang: kvkor@mmedia.is