Kvennakór Kópavogs fagnar 10 ára starfsafmæli 2012. Áfanganum hefur verið fagnað á árinu með tónleikum, skemmtun, glens og gleði.
Í Kvennakór Kópavogs eru í dag hátt í fimmtíu kórsystur. Í kórnum eru allar gerðir af konum, langar, stuttar, dökkhærðar, ljóshærðar, mjóar, aðeins minna mjóar, ungar, ungar í anda og svo auðvitað líka bæði dimmraddaðar og skrækróma.
Við erum konur í kjólum, kvartbuxum, lopapeysum, bomsum, síðbuxum, pilsum, hælaskóm, silkiblússum, íþróttafötum, með trefil o.s.frv.
Við eigum það þó allar sameiginlegt að njóta samveru hvor annarrar og vera söngelskar.
Árin 10 hafa verið bæði skemmtileg og gefandi. Haldnir hafa verið fjölmargir tónleikar og skemmtanir sem margir hafa sótt og erum við afskaplegar þakklátar fyrir það.
Í lok afmælisárs viljum við fá að þakka fyrir okkur og bjóða til tónleika í Kópavogskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 20:00.
Bjóðum við gesti velkomna á meðan að húsrými leyfir.
Með kveðju,
Kórsystur úr Kvennakór Kópavogs
Frekari upplýsingar hjá Kvennakór Kópavogs eða á facebook síðu kórsins