Óperutónleikar Vox feminae í Íslensku óperunni miðvikudaginn 12. maí kl. 20.00 og fimmtudaginn 13. maí kl. 16.00.
Í maí stendur kvennakórinn Vox feminae fyrir sannkallaðri söngveislu í Íslensku óperunni. Tónleikagestum verður boðið í ferðalag um heim óperusögunnar þar sem fluttir verða margir af þekktustu óperukórum heims.
Sigrún Hjálmtýsdóttir mun gleðja okkur með nokkrum ástsælum óperuaríum, auk þess sem hún syngur einsöng með Vox feminae og félögum úr Karlakórnum Fóstbræðrum. Þá munu einsöngvarar úr röðum kórfélaga stíga á svið.
Hljómsveit, skipuð frábærum hópi tónlistarmanna, annast tónlistarflutning.
Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir stjórnandi Vox feminae.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir unnendur óperutónlistar til að njóta fagurrar tónlistar í eina óperuhúsi landsins og hægt er að lofa frábærri skemmtun.
Fram koma:
Vox feminae
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran
Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum
Félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur
Antonía Hevesi, píanóleikari
Elísabet Waage, hörpuleikari
Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari
Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari
Margrét J. Pálmadóttir, listrænn stjórnandi
Fluttir verða kórar og aríur úr:
Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart
Töfraflautunni eftir Mozart
Á valdi örlaganna eftir Verdi
Il trovatore eftir Verdi
La Traviata eftir Verdi
Macbeth eftir Verdi
Nabucco eftir Verdi
Ástardrykknum eftir Donizetti
Lucia di Lammermore eftir Donizetti
Normu eftir Bellini
Cavalleria Rusticana eftir Mascagni
Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach
Leðurblökunni eftir Johann Strauss
Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner
Miðaverð er kr. 3.500.-
Hægt er að kaupa miða hjá kórfélögum og í síma 863 4404 fram til 3. maí næstkomandi en eftir það fer miðasala fram á midi.is og hjá Íslensku óperunni.
Fólk er hvatt til að tryggja sér miða sem allra fyrst.