Það er okkur öllum mikill harmur að sjá á eftir einni skærustu og bestu söngkonu síðari ára deyja langt fyrir aldur fram aðeins 48 ára gömul.
Whitney Houston kom inn í tónlistarbransann eins og stormsveipur og vann hug og hjörtu allra sem á hana hlýddu..
Við höfum henni margt að þakka og þá ekki síst fyrir það hvernig hún setti markið hærra og hefur fyllt okkur löngun til að ná lengra, fyrir það erum við þakklát. Við viljum því heiðra minningu stjörnunnar og boða til tónleika þar sem tekin verða hennar bestu lög.
Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ þann 4. maí kl. 20.00 en húsið mun opna kl. 19.00
Fram koma þau Jóhanna Guðrún, Íris Hólm, Hanna Guðný, Ína Valgerður, Guðrún Árný ásamt Magna og
Kvennakór Reykjavíkur.
Hljómsveit skipa þeir Benedikt Brynleifsson (trommur), Ingvar Alfreðsson (hljómborð), Kristján Grétarsson (gítar) og Róbert Þórhallsson (bassa)
Miðasala er á midi.is