Dagana 5. -10. ágúst 2008 verður haldið 5. kórahátíðin á vegum kórasamtaka Norðurlanda og Eystrasaltslanda, NORDIC-BALTIC CHORAL FESTIVAL. Hátíðin er haldin í Tartu í Eistlandi. Tartu er ein af elstu borgum Eistlands um 100 km frá Tallinn. Kórar af öllum gerðum og stærðum eru boðnir velkomnir. Gert er ráð fyrir um 3000-4000 kórsöngvurum á hátíðinni. Gefin verður út söngbók með 2 lögum frá hverju landi. Aðildarkórum Gígjunnar hefur verður sendur upplýsingapési í tölvupósti með öllum upplýsingum um þessa hátíð. Gígjan hvetur kóra til þess að nýta sér þetta og efla vináttusambönd við aðra kóra á Norður- og Eystrasaltslöndunum. Nánari upplýsingar um NORDIC-BALTIC CHORAL FESTIVAL er að finna á vefsetrinu: http://www.kooriyhing.ee/est