Kvennakór Garðabæjar er nú á lokasprettinum við undirbúning vortónleika sem haldnir verða í Hásölum, safnaðarheimilli Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 10. maí kl. 17:00.
Efnisskrá tónleikanna verður einstaklega fjölbreytt að þessu sinni en þjóðlög frá hinum ýmsu löndum verða í aðalhlutverki, s.s. Færeyjum, Finnlandi, Armeníu, Bólivíu, Indónesíu og Spáni svo eitthvað sé nefnt. Seinni hluti tónleikanna verður tileinkaður þekktari lögum innlendum og erlendum, m.a. eftir Rossini, Piazzolla, Rachmaninov og Borodin. Einnig frumflytur kórinn nýtt kórverk eftir Huga Guðmundsson, Í túninu heima, en textinn kemur ú rsamnefndri skáldsögu nóbelsskáldsins. Kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir.
Aðgangseyrir er 2000 kr. við inngang, 1500 kr. fyrir lífeyrisþega og 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Í forsölu fást miðar á 1500 kr. en þá má nálgast hjá kórkonum eða panta á netfangi kórsins.