Það er í nógu að snúast hjá Kvennakór Garðabæjar um þessar mundir. Stefnt er að upptöku geisladisks á árinu, sungin verður konudagsmessa í Vídalínskirkju, haldin verður opin kóræfing á Garðatorgi og er kórinn einnig að undirbúa ferðalag til Barcelona þar sem hann mun taka þátt í alþjóðlegri kórahátíð. Þetta er bara brot af því sem er að gerast hjá Kvennakór Garðabæjar á árinu.Fréttatilkynning frá Kvennakór Garðabæjar
Nóg að gera á nýju ári ! Vorönn Kvennakórs Garðabæjar hófst formlega 8. janúar 2007. Að vanda var spenningur í loftinu og ánægjulegt að hitta kórfélagana eftir jólafríið. Framundan er kórstarfið með hefðbundnu sniði, æft verður hvert mánudagskvöld og annan hvern miðvikudag í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Ingibjörg Guðjónsdóttir mun leiða hópinn af sinni miklu snilld og Kristinn Örn Kristinsson heldur áfram sem píanóleikari kórsins. Nokkrir atburðir standa upp úr hjá Kvennakór Garðabæjar á þessari önn. Konudagsmessan verður á sínum stað 18. febrúar, en hefð hefur skapast fyrir því að kórinn syngi í Vídalínskirkju á þeim degi enda eingöngu konur sem sjá um messuhaldið á þessum merka degi. Árlegt fjáröflunarkvöld kórsins verður í marsbyrjun en með öðru sniði en undanfarin ár. Um miðjan mars er ferðinni heitið til Borgarfjarðar þar sem kórinn mun taka upp efni í Reykholtskirkju fyrir væntanlegan geisladisk. Kóræfingar fram að þeim tíma munu að mestu ganga út á að fínpússa þau tónverk sem geisladiskinn munu prýða. Síðari hluta apríl býður Kvennakór Garðabæjar bæjarbúum að fylgjast með því hvernig kóræfingar ganga fyrir sig en þá verður svokölluð opin æfing á Garðatorgi. Kórinn hefur áður staðið fyrir slíkri uppákomu sem þótti takast með eindæmum vel og því var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Í maí verða svo að sjálfsögðu vortónleikar, sem verða nokkurs konar upphitun fyrir Alþjóðlegu kórahátíðina í Barcelona sem Kvennakór Garðabæjar mun taka þátt í september 2007. Það er því nóg af verkefnum framundan hjá kórkonum. Inn í þetta fléttast svo fjáröflun kórkvenna sem er stór hluti af kórstarfinu. Við vonum að sem flestir mæti á uppákomur kórsins á þessari önn og styrki okkur í gegnum kökubasarinn og skrái sig sem styrktarfélaga kórsins. Á heimasíðu Kvennakórs Garðabæjar, www.kvennakor.is má finna ýmsar upplýsingar um kórinn auk fjölda mynda. Endilega kíkið við á síðunni og ekki gleyma að kvitta í gestabókina.
Nóg að gera á nýju ári ! Vorönn Kvennakórs Garðabæjar hófst formlega 8. janúar 2007. Að vanda var spenningur í loftinu og ánægjulegt að hitta kórfélagana eftir jólafríið. Framundan er kórstarfið með hefðbundnu sniði, æft verður hvert mánudagskvöld og annan hvern miðvikudag í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Ingibjörg Guðjónsdóttir mun leiða hópinn af sinni miklu snilld og Kristinn Örn Kristinsson heldur áfram sem píanóleikari kórsins. Nokkrir atburðir standa upp úr hjá Kvennakór Garðabæjar á þessari önn. Konudagsmessan verður á sínum stað 18. febrúar, en hefð hefur skapast fyrir því að kórinn syngi í Vídalínskirkju á þeim degi enda eingöngu konur sem sjá um messuhaldið á þessum merka degi. Árlegt fjáröflunarkvöld kórsins verður í marsbyrjun en með öðru sniði en undanfarin ár. Um miðjan mars er ferðinni heitið til Borgarfjarðar þar sem kórinn mun taka upp efni í Reykholtskirkju fyrir væntanlegan geisladisk. Kóræfingar fram að þeim tíma munu að mestu ganga út á að fínpússa þau tónverk sem geisladiskinn munu prýða. Síðari hluta apríl býður Kvennakór Garðabæjar bæjarbúum að fylgjast með því hvernig kóræfingar ganga fyrir sig en þá verður svokölluð opin æfing á Garðatorgi. Kórinn hefur áður staðið fyrir slíkri uppákomu sem þótti takast með eindæmum vel og því var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Í maí verða svo að sjálfsögðu vortónleikar, sem verða nokkurs konar upphitun fyrir Alþjóðlegu kórahátíðina í Barcelona sem Kvennakór Garðabæjar mun taka þátt í september 2007. Það er því nóg af verkefnum framundan hjá kórkonum. Inn í þetta fléttast svo fjáröflun kórkvenna sem er stór hluti af kórstarfinu. Við vonum að sem flestir mæti á uppákomur kórsins á þessari önn og styrki okkur í gegnum kökubasarinn og skrái sig sem styrktarfélaga kórsins. Á heimasíðu Kvennakórs Garðabæjar, www.kvennakor.is má finna ýmsar upplýsingar um kórinn auk fjölda mynda. Endilega kíkið við á síðunni og ekki gleyma að kvitta í gestabókina.