Kvennakór Suðurnesja heldur vortónleika í Bergi í Hljómahöll þriðjudaginn 3. maí og fimmtudaginn 5. maí nk. og hefjast tónleikarnir kl. 20:00 bæði kvöldin. Kórinn fagnar vori með léttri og skemmtilegri tónlist en annars vegar verða íslensk popp- og dægurlög á dagskránni og hins vegar franskt þema. Af íslenskum lögum má nefna perlur eftir Sigfús Halldórsson auk laga úr smiðjum Hljóma, Sálarinnar, Megasar og Baggalúts. Frá Frakklandi kemur m.a. syrpa úr Vesalingunum (Les Misérables) og Can can sem margir kannast við úr kvikmyndinni Moulin Rouge.
Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Einsöngvarar á tónleikunum verða Bergný Jóna Sævarsdóttir, Birta Rós Arnórsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Ína Dóra Hjálmarsdóttir.
Miðaverð við inngang er 3.000 kr. en hægt er að kaupa miða í forsölu á 2.500 kr. hjá kórkonum eða á kvennakorsudurnesja@gmail.com.