Hjá Kvennakór Garðabæjar eru æfingar hafnar af fullum krafti og mikill hugur í kórkonum að takast á við spennandi verkefni vorannar með hækkandi sól.
Sem fyrr stýrir sópransöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir kórnum og píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Að venju er megináherslan lögð á undirbúning vortónleika sem haldnir verða í byrjun maí. Að þessu sinni einkennist efnisskráin af þjóðlögum frá ýmsum löndum og léttum kórverkum. Að auki eru fastir liðir á dagskrá vorannar, svo sem æfingabúðir í Skálholti í byrjun febrúar og þátttaka í guðsþjónustu í Vídalínskirkju á konudag, 22. febrúar. Mánuði síðar hyggjast kórkonur syngja fyrir íbúa Stykkishólms og nágrennis, og einnig fyrir eiginmenn sína, sem verða með í för.
Húsfyllir var í Digraneskirkju á aðventutónleikum kórsins þann 8. desember síðast liðinn og rann allur ágóði þeirra tónleika til Garðabæjardeildar Rauða krossins. Nokkrir listamenn gengu til liðs við kórinn til þess að auka á fjölbreytni tónleikanna og gáfu þeir allir vinnu sína. Trompetleikararnir og feðgarnir Þorleikur Jóhannesson og Jóhannes Þorleiksson skreyttu jólalögin með hátíðlegum lúðrahljómi, djassbræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir fluttu fallegt jólalag og léku einnig með kórnum í nokkrum lögum. Einsöngvarinn og söngneminn Sigríður Lárusdóttir söng einnig með kórnum. Öllu þessu listafólki þakkar kórinn af alhug.
Sem fyrr stýrir sópransöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir kórnum og píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Að venju er megináherslan lögð á undirbúning vortónleika sem haldnir verða í byrjun maí. Að þessu sinni einkennist efnisskráin af þjóðlögum frá ýmsum löndum og léttum kórverkum. Að auki eru fastir liðir á dagskrá vorannar, svo sem æfingabúðir í Skálholti í byrjun febrúar og þátttaka í guðsþjónustu í Vídalínskirkju á konudag, 22. febrúar. Mánuði síðar hyggjast kórkonur syngja fyrir íbúa Stykkishólms og nágrennis, og einnig fyrir eiginmenn sína, sem verða með í för.
Húsfyllir var í Digraneskirkju á aðventutónleikum kórsins þann 8. desember síðast liðinn og rann allur ágóði þeirra tónleika til Garðabæjardeildar Rauða krossins. Nokkrir listamenn gengu til liðs við kórinn til þess að auka á fjölbreytni tónleikanna og gáfu þeir allir vinnu sína. Trompetleikararnir og feðgarnir Þorleikur Jóhannesson og Jóhannes Þorleiksson skreyttu jólalögin með hátíðlegum lúðrahljómi, djassbræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir fluttu fallegt jólalag og léku einnig með kórnum í nokkrum lögum. Einsöngvarinn og söngneminn Sigríður Lárusdóttir söng einnig með kórnum. Öllu þessu listafólki þakkar kórinn af alhug.
Haustönninni lauk síðan laust fyrir jól eða þann 18. desember en þá kom kórinn fram á tveimur stöðum. Á Vífilsstöðum söng kórinn jólalög fyrir dvalargesti og starfsfólk. Við það tækifæri var fulltrúum Garðabæjardeildar Rauða krossins afhentur ágóði aðventutónleikanna. Frá Vífilsstöðum héldu kór og kórstjóri, ásamt Ómari Guðjónssyni gítarleikara, í Jónshús í Garðabæ og komu þar fram á jólaskemmtun.