Næstkomandi laugardag, þann 12. maí kl. 16.00 heldur kvennakórinn Seljur sína árlegu vortónleika í Seljakirkju. Á efnisskránni eru létt og ljúf lög.
Kórstjóri er Svava Kristín Ingólfsdóttir og undirleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir en auk þess leika þau Birgir Bragason á kontrabassa og Ágústa Dómhildur á fiðlu. Einsöngvarar eru Guðbjörg Magnúsdóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir.
Miðaverð er 1000 kr.
Eftir tónleikana halda kórkonur í vorferð austur að Sólheimum í Grímsnesi og sunnudaginn 13. maí kl. 14.00 er ætlunin að vera með opna æfingu í kirkjunni á staðnum.