Nú er komið að hinum árlega flóamarkaði Jórukórsins. Föstudaginn 14. og laugardaginn 15. október verður glatt á hjalla í Tryggvaskála á Selfossi þar sem Jórurnar bjóða til sölu marga eigulega muni. Þar verður á boðstólnum smátt og stórt, mjúkt og hart, skart og skraut, skæði og klæði, bækur og blöð, plötur og diskar, nýtt og notað, einnig gómsæti og ljúfmeti, allt á hóflegu verði. Kaffi og nýbakaðar vöfflur með rjóma verða til sölu á staðnum. Á föstudeginum verður opið frá kl. 13.oo til 18.oo og á laugardeginum frá kl. 10.oo til 16.oo. Flóamarkaðurinn er aðalfjáröflun Jórukórsins og vonast þær til að sem flestir noti þetta tækifæri til að gera góð kaup á skemmtilegum markaði, sem er orðinn fastur liður í bæjarlífinu.