Um mánaðarmótin apríl maí verður tónleikaröð þriggja kvennakóra á Suðurlandi. Kórarnir sem um ræðir eru eru Jórukórinn á Selfossi, Ljósbrá í Rangárvallasýslu og Uppsveitasystur í uppsveitum Árnessýslu. Fjölbreytt efnisskrá er í boði. Kórarnir munu syngja einir sér og saman.
Eitt af sameiginlegu lögum kóranna er lagið Stökur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sem samið var sérstaklega fyrir Gígjuna.
Tónleikarnir verða haldnir:
- 30. apríl í Félagsheimilinu á Flúðum kl. 20.30
- 2. maí í Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.30
- 3. maí á í Selfosskirkju á Selfossi kl. 15.00