Vortónleikar Kvennakórsins Emblu verða í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 10.6. kl. 16.00. Í þetta sinn syngur kórinn a capella tónlist sem er skrifuð fyrir kvennaraddir frá 12. öld til okkar daga. Aðalverk tónleikanna verður hið undurfagra verk Heitor Villa-Lobos: Missa Sao Sebastiao.
Mánudaginn 11. 6. kl. 20.00 syngur kórinn svo í Landakotskirkju í Reykjavík. Kórinn hlakkar sérstaklega til að syngja þar, því þar er einmitt rétti hljómburðurinn fyrir þessa tónlist.
Svo gott fólk, nú er bara að mæta og láta Emblurnar leiða ykkur inn í paradís tónheimanna.