Kvennakór Hafnafjarðar er að ljúka sínu tólfta starfsári um þessar mundir. Vortónleikar kórsins verða haldnir fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 í SÁÁ salnum Efstaleiti 7 í Reykjavík og síðan laugardaginn 28. apríl kl. 16.00 í hátíðasal Flensborgarskólans Hamrinum. Til leiks með okkur fengum við Tangósveit lýðveldisins undir stjórn Hjörleifs Valssonar, fiðluleikara og einsöngvarann Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hin suðræna og seiðandi sveifla tangósins verður í fyrirrúmi og vonandi munum tónleikagestir skemmta sér vel og finna taktinn í sjálfum sér. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg og píanóleikari verður Antonía Hevesi.Stiklur nýr hljómdiskur
Það má með sanni segja að þetta starfsár hafi verið viðburðrríkt í tilefni tíu ára afmæli kórsins var ákveðið að gefa út geisladisk. Upptakan fór fram í endan október í Fella og Hólakirkju og í desember leit afraksturinn dagsins ljós, diskurinn ber nafnið Stiklur. Á tíunda afmælisári kórsins samdi Hildigunnur Rúnarsdóttir lag fyrir kórinn sem ber þetta nafn Stilkur, útsett af Lilju Sólveigu Kristjánsdóttur. Hvað á þá betra við núna en upphafslínur þessa lags í byrjun sumars. Vorið er að vakna vorsins klukkur hringja. Ljúfir ljósins englar líða um jörð og syngja.
Það má með sanni segja að þetta starfsár hafi verið viðburðrríkt í tilefni tíu ára afmæli kórsins var ákveðið að gefa út geisladisk. Upptakan fór fram í endan október í Fella og Hólakirkju og í desember leit afraksturinn dagsins ljós, diskurinn ber nafnið Stiklur. Á tíunda afmælisári kórsins samdi Hildigunnur Rúnarsdóttir lag fyrir kórinn sem ber þetta nafn Stilkur, útsett af Lilju Sólveigu Kristjánsdóttur. Hvað á þá betra við núna en upphafslínur þessa lags í byrjun sumars. Vorið er að vakna vorsins klukkur hringja. Ljúfir ljósins englar líða um jörð og syngja.