Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 9. apríl kl. 20:00.
Léttsveitin mun eingöngu flytja íslensk lög og sérstakir gestir hennar eru hljómsveitin Ylja og einsöngvarinn Kolbrún Völkudóttir.
Hljómsveitin Ylja var stofnuð 2007 og hefur getið sér gott orð fyrir grípandi, fjölbreytta og spennandi tónlist.
Kolbrún Völkudóttir syngur á táknmáli.
Stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur er Gísli Magna og hljómsveitarstóri er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Miðasala er á midi.is og í miðasölu Hörpu.
Miðaverð er 3.800 kr.