Sunnudaginn 3. nóvember n.k. kl. 16:00 stendur Kvennakór Kópavogs fyrir fjáröflunartónleikum í Digraneskirkju til styrktar Mæðrastyrksnefnd Kópavogs.
Kvennakórinn hefur fengið til liðs við sig hóp af frábærum listamönnum sem allir gefa vinnu sína. Það eru auk Kvennakórsins:
- Kór Álfhólsskóla, stjórnandi Þórdís Sævarsdóttir
- Blásarasveit úr Skólahljómsveit Kópavogs, stjórnandi Össur Geirsson
- Söngvararnir Helgi Björnsson, Þór Breiðfjörð og Þuríður Sigurðardóttir
- Ræðumaður verður Sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digraneskirkju
- Stjórnandi Kvennakór Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir
Í tengslum við fjáröflunartónleikana vilja kórkonur hvetja fólk til að líta í skápa og geymslur hjá sér og athuga hvort ekki leynist þar sitthvað sem getur komið að notum. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs tekur með þökkum við fatnaði, leikföngum, bókum, rúmfatnaði, gluggatjöldum, dúkum og eldhúsáhöldum.
Nefndin er til húsa í Fannborg 5 á jarðhæð, á bak við gamla pósthúsið við Digranesveg. Þar er opið á þriðjudögum kl. 16:00-18:00 og tekið á móti framlögum frá fólki.