Himnanna drotting - aðventutónleikar Kyrjanna í Neskirkju sunnudaginn 28. nóvember.
Aðventutónleikar kvennakórsins Kyrjanna verða að þessu sinni í Neskirkju við Hagatorg fyrsta sunnudag aðventu, 28. nóvember kl. 17. Yfirskrift tónleikanna í ár er Himnanna drottning. Dagskráin er í senn innileg og hátíðleg og fluttar verða ýmsar Maríubænir. Er það von okkar að þessi ljúfa tónlist verði áheyrendum gott veganesti á aðventunni. Einsöngvari á tónleikunum er sópransöngkonan Auður Gunnarsdóttir. Stjórnandi að vanda er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir og píanóleikari Halldóra Aradóttir. Miðasala við innganginn. Miðaverð 1700 kr.