Kvennakór Garðabæjar bauð Garðbæinga og aðra gesti velkomna á opna kóræfingu laugardaginn 14. apríl. Æfingin var haldin á Garðatorgi þar sem gestir og gangandi gátu fengið glögga mynd af því hvernig reglubundnar æfingar kórsins ganga fyrir sig. Lagaval kórsins var sérlega fjölbreytt enda vortónleikar framundan með nýstárlegu sniði. Kórinn stóð fyrir pönnukökusölu á torginu í fjáröflunarskyni og hafa eflaust þeir sem styrktu kórinn gætt sér á ljúffengum pönnsum þegar heim var komið. Opin kóræfing er nýbreytni í starfsemi kórsins og liður í að kynna kórstarfið, jafnframt því að auðga menningu og mannlífið í Garðabæ. Kórkonur þakka torggestum kærlega fyrir þessa skemmtilegu stund og vonast til að sjá sem flesta á komandi vortónleikum kórsins 6. og 7. maí. Fylgist með fréttum af Kvennakór Garðabæjar á glæsilegri heimasíðu kórsins; www.kvennakor.is