Það var einmitt 5. apríl árið 2003 sem haldinn var stofnfundur Gígjunnar á Grand Hótel í Reykjavík. Fundurinn hófst á þessum orðum Margrétar Bóasdóttur: Kæru kórfélagar og söngstjórar, fyrir hönd undirbúningsnefndar býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin hingað í dag og set hér með þennan stofnfund Landssambands íslenskra kvennakóra. Svo fór hún yfir aðdraganda að stofnun sambandsins sem lesa má í fundargerðinni frá fundinum. Fyrsti formaður stjórnar var Guðrún Karitas Karlsdóttir frá Kvennakór Suðurnesja. Á stofnfundinum 5. apríl 2003 gengu 17 kórar í sambandið: Freyjukórinn í Borgarfirði, Gospelsystur Reykjavíkur, Jórukórinn á Selfossi, Kvennakór Akureyrar, Kvennakór Bolungavíkur, Kvennakór Garðabæjar, Kvennakór Hafnarfjarðar, Kvennakór Hornafjarðar, Kvennakór Kópavogs, Kvennakór Reykjavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Kvennakórinn Ljósbrá, Kvennakórinn Norðurljós, Kvennakórinn Seljurnar, Kvennakórinn Ymur, Kyrjukórinn á Þorlákshöfn og Vox femine í Reykjavík. Í dag eru kórar sambandsins samtals 27 og fer fjölgandi. Hjartanlega til hamingju með afmælið. Gígjan hún lengi lifi, húrra, húrra, húrra.Aðildarkórar Gígjunnar 2008
Aðildarkórar Gígjunnar eru 27 talsins: Freyjukórinn í Borgarfirði Glæðurnar Gospelsystur Reykjavíkur Heklurnar Jórukórinn, Selfossi Kvennakór Akureyrar Kvennakór Bolungarvíkur Kvennakór Garðabæjar Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hornafjarðar Kvennakór Kópavogs Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Suðurnesja Kvennakór Öldutúns Kvennakórinn Embla Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur Kvennakórinn Ljósbrá Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík Kvennakórinn Seljur Kvennakórinn Vestfirsku Valkyrjurnar Kvennakórinn Ymur Kyrjukórinn í Þorlákshöfn Kyrjurnar Lillukórinn í Húnaþingi vestra Sandlóurnar Uppsveitasystur Vox Feminae
Aðildarkórar Gígjunnar eru 27 talsins: Freyjukórinn í Borgarfirði Glæðurnar Gospelsystur Reykjavíkur Heklurnar Jórukórinn, Selfossi Kvennakór Akureyrar Kvennakór Bolungarvíkur Kvennakór Garðabæjar Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hornafjarðar Kvennakór Kópavogs Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Suðurnesja Kvennakór Öldutúns Kvennakórinn Embla Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur Kvennakórinn Ljósbrá Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík Kvennakórinn Seljur Kvennakórinn Vestfirsku Valkyrjurnar Kvennakórinn Ymur Kyrjukórinn í Þorlákshöfn Kyrjurnar Lillukórinn í Húnaþingi vestra Sandlóurnar Uppsveitasystur Vox Feminae