Gígjunni barst þetta skemmtilega fréttabréf frá Sandlóunum.Fréttabréf frá sönghópnum Sandlóum
Nú erum við hættar okkar vetrarstarfi - þegar söngfuglarnir koma sunnanað hlustum við bara hljóðar og bíðum næsta hausts þegar hljóðnar um heiðar og dali. Við höfum æft eitt kvöld í viku hverri og um jólaleiti tókum við eina æfingu á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og aðra í Nestúni þar sem eru íbúðir fyrir aldraða. Við fylgdumst svo með karlakórnum Lóuþrælum - sem við erum í nánu sambandi við - í söngferðir til að kynna vetrarstarfið. Þann 16. mars var ekið vestur í Dali og sungið í Dalabúð þar sem við fengum góðar viðtökur. Og þann 10.apríl var svo ekið norður á Hólmavík þar sem við sungum í kirkjunni á staðnum og líka þar fengum við góðar viðtökur. Það verður að geta þess að þar er kvennakór og kvöddu þær okkur með stórveislu áður en haldið var heim. Lóuþrælarnir urðu tvítugir í vetur - við erum aðeins yngri! - í því tilefni buðu þeir okkur til veislu að Staðarflöt, en sameiginlega afmælis-og vortónleika héldum við svo laugardaginn 16. apríl í félagsheimilinu á Hvammstanga með tertum og tilheyrandi að vanda, þar var vel mætt og þurftu báðir kórarnir að syngja aukalög. Og nú er bara að bíða næsta hausts. Bestu kveðjur til kvennakóranna. Sandlóurnar Hvammstanga
Nú erum við hættar okkar vetrarstarfi - þegar söngfuglarnir koma sunnanað hlustum við bara hljóðar og bíðum næsta hausts þegar hljóðnar um heiðar og dali. Við höfum æft eitt kvöld í viku hverri og um jólaleiti tókum við eina æfingu á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og aðra í Nestúni þar sem eru íbúðir fyrir aldraða. Við fylgdumst svo með karlakórnum Lóuþrælum - sem við erum í nánu sambandi við - í söngferðir til að kynna vetrarstarfið. Þann 16. mars var ekið vestur í Dali og sungið í Dalabúð þar sem við fengum góðar viðtökur. Og þann 10.apríl var svo ekið norður á Hólmavík þar sem við sungum í kirkjunni á staðnum og líka þar fengum við góðar viðtökur. Það verður að geta þess að þar er kvennakór og kvöddu þær okkur með stórveislu áður en haldið var heim. Lóuþrælarnir urðu tvítugir í vetur - við erum aðeins yngri! - í því tilefni buðu þeir okkur til veislu að Staðarflöt, en sameiginlega afmælis-og vortónleika héldum við svo laugardaginn 16. apríl í félagsheimilinu á Hvammstanga með tertum og tilheyrandi að vanda, þar var vel mætt og þurftu báðir kórarnir að syngja aukalög. Og nú er bara að bíða næsta hausts. Bestu kveðjur til kvennakóranna. Sandlóurnar Hvammstanga